Innlent

Nægar birgðir til af inflúensulyfjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nægar birgðir eru til að inflúensulyfjum til að bregðast við svokallarið svínaflensu, segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir. Embætti landlæknis beinir þeim tilmælum til lækna að þeir vísi fólki á þessi lyf, einkum þeim sem eru með undirliggjandi vandamál.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þó verið misbrestur á því að heilsugæslulæknar vísi fólki á slík lyf. Þeir vilji að fólk bíði og sjái til hvernig inflúensueinkennin þróist án þess að aðhafast nokkuð í byrjun.

„Við viljum að læknar séu svolítið frjálslyndari og duglegri við að gefa lyfin. Þau eru til og við höfum keypt mikið af lyfjum til að nota í svona faraldi," segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Sóttvarnarlæknir bendir á skilaboðum um að læknar ættu að vera duglegir við að gefa lyfin hefði margoft verið komið til lækna og þau væri að finna á vef embættisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×