Innlent

Forsetinn mærði Björgólf í bréfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson mærði Björgólf Thor árið 2002.
Ólafur Ragnar Grímsson mærði Björgólf Thor árið 2002.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mærði Björgólf Thor Björgólfsson í bréfi sem hann sendi honum sumarið 2002 eftir ferð forsetans til Rússlands. Í bréfinu þakkar forsetinn Björgólfi, sem þá var ræðismaður Íslands í Rússlandi, fyrir þátttöku hans í undirbúningi og framkvæmd opinberrar heimsóknar forsetans til Rússlands.

Á þessum tíma rak Björgólfur bjórverksmiðju í Rússlandi ásamt föður sínum og Magnús Þorsteinssyni viðskiptafélaga. Segir forsetinn að eftirminnilegt hafi verið að koma í hina glæsilegu verksmiðju og kynnast af eigin raun því djarfa viðskiptaafreki sem unnin hafi verið í uppbyggingu þeirrar starfsemi.

„Sú þrautseigja og einbeitni sem birtist í þátttöku ykkar í rússnesku viðskiptalífi, stundum á víðsjárverðum tímum, er einstakt fordæmi öllu því unga fólki sem hyggur á landvinninga í atvinnulífi og viðskiptum," sagði forsetinn í bréfi sínu til Björgólfs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×