Innlent

Telur að þingmeirihluti sé fyrir Icesave málinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn V. Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, býst við því að þingmeirihluti sé fyrir Icesave málinu.
Björn V. Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, býst við því að þingmeirihluti sé fyrir Icesave málinu.
Björn V. Gíslason, þingmaður VG, gerir ráð fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir geti klárað Icesave málið án stuðnings stjórnarandstöðunnar. „Mér heyrist það, á þeim sem hafa tekið til máls og tjáð sig í umræðunni, að þeir sem að höfðu efasemdir uppi um þetta í vor að þetta sé komið í þann búning sem ríkisstjórnarflokkarnir geti klárað þetta í," segir Björn Valur.

Björn Valur, sem er varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segist telja að einhverjir stjórnarandstæðingar muni greiða atkvæði með eða sitja hjá við endanlega afgreiðslu málsins. Þrátt fyrir það telur hann að ríkisstjórnarflokkarnir þurfi ekki að reiða sig á minnihlutann til þess að ljúka málinu. „Enda lýstu þeir því yfir um leið og þessi niðurstaða var komin í málið að þeir eru því andsnúnir og hafa ítrekað það í öllum sínum ræðum á Alþingi," segir Björn Valur.

Næsta vika verður kjördæmavika á Alþingi og þá verða ekki haldnir þingfundir. Málið verður því tekið á dagskrá hjá fjárlaganefnd á mánudag eftir viku. Björn býst við því að það muni taka skamman tíma að afgreiða málið í nefndinni enda hafi það verið mikið rætt áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×