Innlent

Loftbelgjastöð á Egilsstöðum

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fimmtudag að veita byggingarleyfi fyrir loftbelgjastöð á Egilsstaðaflugvelli. Frá þessu er greint í vefritinu Austurglugganum. Flugstoðir sóttu um byggingarleyfi innan flugvallarins á Egilsstöðum fyrir aðstöðu háloftastöðvar fyrir veðurrannsóknaloftbelgi. Sótt er um byggingarleyfi fyrir gám á steyptum grunni innan flugvallargirðingar. Þaðan á að sleppa á sjálfvirkan hátt loftbelgjum með ýmsum mælitækjum til rannsókna á veðurfari í háloftunum yfir Íslandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×