Innlent

Guðmundur Magnússon er nýr formaður ÖBÍ

Guðmundur Magnússon var kosinn formaður Öryrkjabandalags Íslands nú fyrir tæpri stundu. Guðmundur og Sigursteinn Másson sóttust tveir eftir formannsembættinu en atkvæði féllu þannig að Guðmundur fékk 43 atkvæði en Sigursteinn 30.

Guðmundur sat áður sem varaformaður bandalagsins og er fulltrúi samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra í stjórn ÖBÍ. Öryrkjabandalagið heldur nú aðalfund sinn á Grand hóteli. Árni Páll Árnason ávarpaði fundinn í morgun og sagði þar að 750 milljóna króna niðurskurður í almannatryggingakerfinu væri óumflýjanlegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×