Fleiri fréttir Átján á spítala vegna svínaflensu Átján einstaklingar lágu á Landspítala síðdegis í gær af völdum svínaflensunnar. Þrír voru á gjörgæslu, hinir sömu og legið hafa þar undanfarna daga. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði landlæknisembættisins, sagði að einn sjúklingur hefði verið útskrifaður og sex nýir bæst við. 15.10.2009 05:00 Ríkið eða kröfuhafar munu ákveða afskriftir starfsfólks Nýir eigendur Íslandsbanka taka ákvörðun um hugsanlega afskrift lána sem Glitnir veitti starfsmönnum til hlutabréfakaupa í bankanum á sínum tíma. Stjórn Íslandsbanka hefur fram til þessa látið málið vera og beðið eigendaskipta, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 15.10.2009 05:00 Jóhanna talin áhrifamikil Bretland Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í 48. sæti á lista tímaritsins New Statesman yfir fimmtíu áhrifamestu einstaklinga veraldar þessa dagana. 15.10.2009 05:00 Aðkeyrsla að bænum vöktuð Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, vill auka öryggiseftirlit í bænum með því að „kannaðir verði möguleikar á rafrænni vöktun á innkeyrslum Hveragerðisbæjar með það fyrir augum að auka öryggiskennd bæjarbúa og fækka afbrotum í Hveragerði og enn fremur að markaður verði farvegur fyrir öfluga nágrannagæslu í bæjarfélaginu“. 15.10.2009 04:00 23 þúsund geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu Frumvarp fimm þingmanna um þjóðaratkvæðagreiðslur gerir ráð fyrir að tíu prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Við þingkosningarnar í apríl höfðu rúmlega 227 þúsund atkvæðisrétt. Flutningsmenn eru þingmenn Hreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Samfylkingunni. 15.10.2009 03:15 Slasaðist í bílveltu við Litlu Kaffistofuna Karlmaður slasaðist töluvert þegar að fólksbíll valt rétt austan við Litlu Kaffistofuna um tvöleytið í dag. Bíllinn fór tvær veltur og hafnaði á hjólunum utan vegar. Klippa þurfti bílinn í sundur til að ná ökumanninum úr honum.Tveir menn voru með manninum í bíl en meiðsl þeirra reyndust vera minniháttar. 14.10.2009 22:06 Rær hundrað kílómetra til að safna fyrir röntgentæki Íþróttafræðinemi hyggst róa hundrað kílómetra til að safna fyrir röntgentæki handa konum sem fara í fleygskurðsaðgerðir vegna brjóstakrabbameins á Landspítalanum. Konum í slíkum aðgerðum er haldið sofandi rúmlega hálftíma lengur en þörf krefur á meðan krabbameinssýnið er sent með leigubíl til greiningar í krabbameinsfélaginu. 14.10.2009 19:00 Sendiráðsþjófurinn þjáist af alvarlegri spilafíkn Forgangsröðum og skortur á mannafla kom í veg fyrir að Ríkisendurskoðun færi yfir bókhald sendiráðanna í fyrra. Konan sem gegndi starfi bókara í sendiráðinu í Vín og grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega fimmtíu milljónir króna er talin þjást af alvarlegri spilafíkn sem hafi farið úr böndunum. 14.10.2009 18:34 Rússar vilja ekki lána Íslendingum Rússland hefur synjað Íslendingum um lán en til stóð að þeir myndu lána Íslandi allt að 500 milljón dollara lán samkvæmt Reuters. 14.10.2009 16:56 Ríkið þarf að greiða Kaupþingi tæpar 6 milljónir Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til þess að endurgreiða Kaupþingi banka hf. tæpar 6 milljónir króna vegna oftekinna stimpilgjalda sem hefur verið innheimt ólöglega síðustu þrjátíu ár. Bankinn stefndi ríkinu vegna málsins en ríkið þarf einnig að greiða bankanum 1.700.000 krónur í málskostnað. 14.10.2009 16:42 Rifist um gröf Móður Teresu Indverjar og Albanar eru komnir í harða deilu um jarðneskar leifar Móður Teresu sem lést árið 1997. 14.10.2009 16:41 Partípinni fær skilorð og sekt Veitingamaðurinn Andrés Pétur Rúnarsson var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir skattsvik. Hann er ennfremur dæmdur til þess að greiða tæpar tíu milljónir í sekt til ríkissjóðs. 14.10.2009 16:20 Sena og Hagar brotlegir: Þurfa að borga samanlagt 35 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að annars vegar Hagar og hins vegar Sena hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en Samkeppniseftirlitið hafi heimilað hann. Jafnframt er staðfest 20 milljón króna sekt á Haga og 15 milljón króna sekt á Senu vegna þessara brota. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. 14.10.2009 15:59 Jóhanna í The Banker: Við ætlum aftur út á alþjóðamarkaðinn Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, skrifar mikla grein í tímaritið The Banker þar sem hún rekur stöðu Íslands og efnahagshrunið. 14.10.2009 15:44 Féll fram af svölum í annarlegu ástandi Karl á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að hafa fallið 2-3 metra af svölum íbúðarhúss í Reykjavík í nótt. 14.10.2009 15:21 Með amfetamín í leggöngum á Litla-Hrauni Tuttugu og þriggja ára gömul stúlka var dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Stúlkan reyndi að smygla amfetamíni og öðrum sjö óþekktum töflum inn á Litla-Hraun í mars á síðasta ári. Efnin hafði stúlkan falið í leggöngum sínum en það var árvökull fíkniefnahundur fangelsins sem „merkti" stúlkuna. Hún játaði verknaðinn fyrir dómi og varði sig sjálf. 14.10.2009 15:18 Alvarlegt vinnuslys í Fjarðaráli Vinnuslys varð á ellefta tímanum í morgun í álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði, þegar maður klemmdist við vinnu sína við víravél í steypuskála álversins samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 14.10.2009 15:16 Vill ekki lofa gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins spurði Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra hvort til stæði að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins á Alþingi fyrir stundu. Hann sagðist telja mikilvægt að hlúa að þessum hópi nú þegar margar fjölskyldur standa illa fjárhagslega. Hann minnti Katrínu á að þetta hefði verið eitt af kosningaloforðum Vinstri grænna og spurði hvort til stæði að ríkið kæmi að þessu máli. 14.10.2009 14:49 Kannabis í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundu fíkniefni við húsleit í miðborginni í gærkvöld. 14.10.2009 14:49 Síðasti söludagur bleiku slaufunnar á morgun Nú eru síðustu forvöð að fjárfesta í bleiku slaufunni og styrkja þar með Krabbameinsfélag Íslands í baráttunni gegn brjóstakrabbameini eins og segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 14.10.2009 14:45 Norðmönnum slétt sama um mengunarkvóta Norðmönnum virðist standa nokkuð á sama um loftslagskvóta í einkalífi sínu. Í Noregi geta einstaklingar keypt sér kvóta ef þeir ferðast flugleiðis milli landa. 14.10.2009 14:41 Koffínmiklir orkudrykkir ekki ætlaðir börnum Nokkur umræða hefur orðið um svokallaða orkudrykki í ljósi þess að nýjar tegundir sem innihalda mikið koffín hafa nú numið land. Ástæðan fyrir þessu er breyting á reglum en nú eru ekki lengur nein takmörk á magni viðbætts koffíns í drykkjum eins og áður var. 14.10.2009 14:25 Skoppari á landsbyggðinni: Mætti fordómum og lamdi sveitunga sinn Maður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ganga í skrokk á manni í teiti á Stokkseyri. Árásin átti sér stað í maí á síðasta ári. Hann kom þá í gleðskap í heimahúsi. 14.10.2009 14:23 Norður-Kórea harmar mannskæða flóðbylgju Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa harmað að sex Suður-Kóreumenn skyldu farast þegar vatni úr stíflu var hleypt í fljót sem rennur frá norðri til suðurs. 14.10.2009 14:04 Staða okkar verður sterkari 23.október Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins bað Guðbjart Hannesson formann fjárlaganefndar að leiðrétta þann misskilning og hræðsluáróður sem hann telur hafa verið uppi í fjölmiðlum undanfarið er snúa að 23.október. Hann sagði að í ljós hefði verið látið að þann dag yrði íslenska ríkið hugsanlega gjaldþrota ef Icesavemálið yrði ekki klárað. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrir stundu. 14.10.2009 13:53 Skýrslu rannsóknarnefdnarinnar frestað til 1.febrúar Forsætisnefnd og formenn þingflokkanna áttu fund með rannsóknarnefnd Alþingis í morgun. Fram kom að gagnaöflun hefur reynst tímafrekari og yfirgripsmeiri en reiknað var með í fyrstu. Nefndin hefur enn undir höndum upplýsingar sem þarfnast frekari úrvinnslu. Því er einsýnt að ekki verður unnt að láta Alþingi í té fullburða skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar 1. nóvember eins og stefnt hefur verið að og segir í lögunum. Er við það miðað að skýrslan komi fram eigi síðar en 1. febrúar. 14.10.2009 13:33 Heilsulaus Íslendingur vitni í grófu umhverfisglæpamáli í Noregi Íslendingurinn Vilhjálmur Benediktsson stóð fimmtíu metrum frá tveimur olíutönkum sem sprungu í Gulen í Sogni í Noregi árið 2007. Samkvæmt fréttavefnum TV2nyhetene varð hann fyrir alvarlegri eitrun og hefur verið heilsulaus síðan þá. 14.10.2009 12:55 Sjálfstæðismenn kynna efnahagstillögur sínar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála. Á meðal þess sem flokkurinn vill að gert verði er að endurskoða sameiginlega áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gjaldeyrishöft verði afnumin og kerfisbreyting gerð á skattlagningu lífeyrisgreiðslna. 14.10.2009 12:08 Gengið frá tæknilegum smáatriðum í Icesave-málinu Viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave eru á lokastigi en verið er að ganga frá tæknilegum smáatriðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. 14.10.2009 12:00 Frávísunarkröfunni hafnað í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frávísunarkröfu Materia Invest ehf, Magnúsar Ármann og Kevins Stanford frá dómi í dag. Ekki er hægt að kæra úrskurðinn og því heldur mál Nýja Kaupþings gegn Materia og þeim félögum enn áfram. 14.10.2009 11:51 Ráðin kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins Þórey Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin til Sjálfstæðisflokksins sem kosningastjóri fyrir borgarstjórnarkosningar 2010. Þórey mun síðar taka við starfi framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks af Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur sem fer í fæðingarorlof. 14.10.2009 11:38 Ameríkanar ánægðir með aftökur Um sextíu og fimm prósent Bandaríkjamanna eru hlynntir dauðarefsingu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þrjátíu og eitt prósent eru á móti. 14.10.2009 10:19 Undirbúa stórsókn gegn talibönum Pakistanskar orrustuþotur gerðu í dag loftárásir á víghreiður talibana í Suður-Waziristan. Jafnframt tóku fótgönguliðs- og skriðdrekasveitir sér stöðu fyrir stórsókn gen talibönum. 14.10.2009 09:24 Sjálfstæðismenn á Ísafirði ætla í prófkjör Sálfstæðismenn á Ísafirði ákváðu í gær á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna að halda prófkjör til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í tilkynningu frá flokknum segir að dagsetning liggi ekki fyrir en að stefnt sé að halda prófkjörið fyrir lok febrúar. 14.10.2009 08:36 Heilbrigðisfrumvarp Obama fær brautargengi Nefnd á vegum bandarísku Öldungadeildarinnar hefur samþykkt að hleypa í gegn frumvarpi sem miðar að því að bæta heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Frumvarpið er liður í tilraunum Baracks Obama til þess að endurskipuleggja heilbrigðiskerfi landsins og þykir afgreiðsla nefndarinnar vera mikill sigur fyrir fosetann. 14.10.2009 08:33 Skýrsla um fóstureyðingar í 197 löndum Fóstureyðingar eru nokkurn veginn jafn-algengar í þeim löndum sem banna þær og þeim sem gera það ekki. 14.10.2009 07:37 Kveiktu í smyglsnekkju og stukku í sjóinn Bandaríski sjóherinn hefur birt myndband sem sýnir mexíkóska fíkniefnasmyglara á lúxussnekkju fleygja mörgum kílógrömmum af kókaíni í sjóinn, kveikja í snekkjunni og stökkva svo sjálfir í sjóinn. 14.10.2009 07:18 Brown sendir fleiri hermenn til Afganistan Gert er ráð fyrir að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, muni í dag tilkynna að 500 breskir hermenn til viðbótar verði sendir til Afganistan á næstunni. 14.10.2009 07:17 Atvinnuleysi stóreykur líkur á skilnaði Þrátt fyrir að markaðir heimsins séu sumir hverjir að ná sér á strik hægt og bítandi eftir fjármálahrunið er líklegt að botninum sé enn ekki náð þegar litið er til áhrifa hrunsins á fjölskyldulíf fólks. 14.10.2009 07:14 Styttist í verkfall breska póstsins Verkfall starfsmanna konunglega póstsins í Bretlandi hefst 22. október, á fimmtudaginn í næstu viku, semjist ekki fyrir þann tíma. 14.10.2009 07:12 Elti þjófinn og hringdi á lögreglu Bíl var stolið rétt eftir miðnætti á bensínstöð í Reykjavík. Eigandi bílsins varð var við það þegar þjófurinn ók á brott og fékk hann kunningja sinn til þess að aka á eftir þrjótnum. Þeir höfðu síðan samband við lögreglu sem skarst í leikinn og handtók bílþjófinn. Sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og gistir hann nú fangageymslur. 14.10.2009 06:52 Brotist inn í leikskóla Tilkynnt var um innbrot í leikskólann Seljakot í nótt. Þjófarnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og höfðu þeir á brott með sér eitthvað af þýfi en ekki er ljóst hverju nákvæmlega var stolið. Málið er í rannsókn. 14.10.2009 06:51 Ökuferðin kom upp um kannabisrækt Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi ökumann fyrir ógætilegan akstur í Reykjanesbæ. Í ljós kom að maðurinn var undir áhrifum fíkniefna og í framhaldi var gerð húsleit heima hjá honum en hann býr á Suðurnesjum. Þar kom í ljós nokkuð blómleg kannabisrækt og reyndist maðurinn vera með um þrjátíu kannabisplöntur í ræktun. Hann gekkst við brotinu og telst málið upplýst að sögn lögreglu. 14.10.2009 06:49 Fangar skiluðu þvagsýni Fjölmennt lið fór í allsherjarleit, þar á meðal að fíkniefnum og sterum, í fangelsinu á Kvíabryggju í gær. Leitin stóð í allan gærdag. Tilefni hennar var að kanna almennt ástand mála í fangelsinu. Þar höfðu sterar og tól til að nota þá fundist fyrir nokkru, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 14.10.2009 06:45 Kreppan varð stjórn að falli Rúmeníustjórn missti þingmeirihluta sinn í gær þegar vantrauststillaga á stjórnina var samþykkt. Meirihluti þingmanna telur að stjórninni hafi ekki tekist að koma landinu út úr efnahagskreppunni. 14.10.2009 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Átján á spítala vegna svínaflensu Átján einstaklingar lágu á Landspítala síðdegis í gær af völdum svínaflensunnar. Þrír voru á gjörgæslu, hinir sömu og legið hafa þar undanfarna daga. Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnasviði landlæknisembættisins, sagði að einn sjúklingur hefði verið útskrifaður og sex nýir bæst við. 15.10.2009 05:00
Ríkið eða kröfuhafar munu ákveða afskriftir starfsfólks Nýir eigendur Íslandsbanka taka ákvörðun um hugsanlega afskrift lána sem Glitnir veitti starfsmönnum til hlutabréfakaupa í bankanum á sínum tíma. Stjórn Íslandsbanka hefur fram til þessa látið málið vera og beðið eigendaskipta, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 15.10.2009 05:00
Jóhanna talin áhrifamikil Bretland Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í 48. sæti á lista tímaritsins New Statesman yfir fimmtíu áhrifamestu einstaklinga veraldar þessa dagana. 15.10.2009 05:00
Aðkeyrsla að bænum vöktuð Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, vill auka öryggiseftirlit í bænum með því að „kannaðir verði möguleikar á rafrænni vöktun á innkeyrslum Hveragerðisbæjar með það fyrir augum að auka öryggiskennd bæjarbúa og fækka afbrotum í Hveragerði og enn fremur að markaður verði farvegur fyrir öfluga nágrannagæslu í bæjarfélaginu“. 15.10.2009 04:00
23 þúsund geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu Frumvarp fimm þingmanna um þjóðaratkvæðagreiðslur gerir ráð fyrir að tíu prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekið mál. Við þingkosningarnar í apríl höfðu rúmlega 227 þúsund atkvæðisrétt. Flutningsmenn eru þingmenn Hreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Samfylkingunni. 15.10.2009 03:15
Slasaðist í bílveltu við Litlu Kaffistofuna Karlmaður slasaðist töluvert þegar að fólksbíll valt rétt austan við Litlu Kaffistofuna um tvöleytið í dag. Bíllinn fór tvær veltur og hafnaði á hjólunum utan vegar. Klippa þurfti bílinn í sundur til að ná ökumanninum úr honum.Tveir menn voru með manninum í bíl en meiðsl þeirra reyndust vera minniháttar. 14.10.2009 22:06
Rær hundrað kílómetra til að safna fyrir röntgentæki Íþróttafræðinemi hyggst róa hundrað kílómetra til að safna fyrir röntgentæki handa konum sem fara í fleygskurðsaðgerðir vegna brjóstakrabbameins á Landspítalanum. Konum í slíkum aðgerðum er haldið sofandi rúmlega hálftíma lengur en þörf krefur á meðan krabbameinssýnið er sent með leigubíl til greiningar í krabbameinsfélaginu. 14.10.2009 19:00
Sendiráðsþjófurinn þjáist af alvarlegri spilafíkn Forgangsröðum og skortur á mannafla kom í veg fyrir að Ríkisendurskoðun færi yfir bókhald sendiráðanna í fyrra. Konan sem gegndi starfi bókara í sendiráðinu í Vín og grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega fimmtíu milljónir króna er talin þjást af alvarlegri spilafíkn sem hafi farið úr böndunum. 14.10.2009 18:34
Rússar vilja ekki lána Íslendingum Rússland hefur synjað Íslendingum um lán en til stóð að þeir myndu lána Íslandi allt að 500 milljón dollara lán samkvæmt Reuters. 14.10.2009 16:56
Ríkið þarf að greiða Kaupþingi tæpar 6 milljónir Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til þess að endurgreiða Kaupþingi banka hf. tæpar 6 milljónir króna vegna oftekinna stimpilgjalda sem hefur verið innheimt ólöglega síðustu þrjátíu ár. Bankinn stefndi ríkinu vegna málsins en ríkið þarf einnig að greiða bankanum 1.700.000 krónur í málskostnað. 14.10.2009 16:42
Rifist um gröf Móður Teresu Indverjar og Albanar eru komnir í harða deilu um jarðneskar leifar Móður Teresu sem lést árið 1997. 14.10.2009 16:41
Partípinni fær skilorð og sekt Veitingamaðurinn Andrés Pétur Rúnarsson var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir skattsvik. Hann er ennfremur dæmdur til þess að greiða tæpar tíu milljónir í sekt til ríkissjóðs. 14.10.2009 16:20
Sena og Hagar brotlegir: Þurfa að borga samanlagt 35 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að annars vegar Hagar og hins vegar Sena hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en Samkeppniseftirlitið hafi heimilað hann. Jafnframt er staðfest 20 milljón króna sekt á Haga og 15 milljón króna sekt á Senu vegna þessara brota. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. 14.10.2009 15:59
Jóhanna í The Banker: Við ætlum aftur út á alþjóðamarkaðinn Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, skrifar mikla grein í tímaritið The Banker þar sem hún rekur stöðu Íslands og efnahagshrunið. 14.10.2009 15:44
Féll fram af svölum í annarlegu ástandi Karl á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að hafa fallið 2-3 metra af svölum íbúðarhúss í Reykjavík í nótt. 14.10.2009 15:21
Með amfetamín í leggöngum á Litla-Hrauni Tuttugu og þriggja ára gömul stúlka var dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Stúlkan reyndi að smygla amfetamíni og öðrum sjö óþekktum töflum inn á Litla-Hraun í mars á síðasta ári. Efnin hafði stúlkan falið í leggöngum sínum en það var árvökull fíkniefnahundur fangelsins sem „merkti" stúlkuna. Hún játaði verknaðinn fyrir dómi og varði sig sjálf. 14.10.2009 15:18
Alvarlegt vinnuslys í Fjarðaráli Vinnuslys varð á ellefta tímanum í morgun í álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði, þegar maður klemmdist við vinnu sína við víravél í steypuskála álversins samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. 14.10.2009 15:16
Vill ekki lofa gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins spurði Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra hvort til stæði að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins á Alþingi fyrir stundu. Hann sagðist telja mikilvægt að hlúa að þessum hópi nú þegar margar fjölskyldur standa illa fjárhagslega. Hann minnti Katrínu á að þetta hefði verið eitt af kosningaloforðum Vinstri grænna og spurði hvort til stæði að ríkið kæmi að þessu máli. 14.10.2009 14:49
Kannabis í heimahúsi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fundu fíkniefni við húsleit í miðborginni í gærkvöld. 14.10.2009 14:49
Síðasti söludagur bleiku slaufunnar á morgun Nú eru síðustu forvöð að fjárfesta í bleiku slaufunni og styrkja þar með Krabbameinsfélag Íslands í baráttunni gegn brjóstakrabbameini eins og segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 14.10.2009 14:45
Norðmönnum slétt sama um mengunarkvóta Norðmönnum virðist standa nokkuð á sama um loftslagskvóta í einkalífi sínu. Í Noregi geta einstaklingar keypt sér kvóta ef þeir ferðast flugleiðis milli landa. 14.10.2009 14:41
Koffínmiklir orkudrykkir ekki ætlaðir börnum Nokkur umræða hefur orðið um svokallaða orkudrykki í ljósi þess að nýjar tegundir sem innihalda mikið koffín hafa nú numið land. Ástæðan fyrir þessu er breyting á reglum en nú eru ekki lengur nein takmörk á magni viðbætts koffíns í drykkjum eins og áður var. 14.10.2009 14:25
Skoppari á landsbyggðinni: Mætti fordómum og lamdi sveitunga sinn Maður á þrítugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ganga í skrokk á manni í teiti á Stokkseyri. Árásin átti sér stað í maí á síðasta ári. Hann kom þá í gleðskap í heimahúsi. 14.10.2009 14:23
Norður-Kórea harmar mannskæða flóðbylgju Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa harmað að sex Suður-Kóreumenn skyldu farast þegar vatni úr stíflu var hleypt í fljót sem rennur frá norðri til suðurs. 14.10.2009 14:04
Staða okkar verður sterkari 23.október Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins bað Guðbjart Hannesson formann fjárlaganefndar að leiðrétta þann misskilning og hræðsluáróður sem hann telur hafa verið uppi í fjölmiðlum undanfarið er snúa að 23.október. Hann sagði að í ljós hefði verið látið að þann dag yrði íslenska ríkið hugsanlega gjaldþrota ef Icesavemálið yrði ekki klárað. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrir stundu. 14.10.2009 13:53
Skýrslu rannsóknarnefdnarinnar frestað til 1.febrúar Forsætisnefnd og formenn þingflokkanna áttu fund með rannsóknarnefnd Alþingis í morgun. Fram kom að gagnaöflun hefur reynst tímafrekari og yfirgripsmeiri en reiknað var með í fyrstu. Nefndin hefur enn undir höndum upplýsingar sem þarfnast frekari úrvinnslu. Því er einsýnt að ekki verður unnt að láta Alþingi í té fullburða skýrslu um niðurstöðu rannsóknarinnar 1. nóvember eins og stefnt hefur verið að og segir í lögunum. Er við það miðað að skýrslan komi fram eigi síðar en 1. febrúar. 14.10.2009 13:33
Heilsulaus Íslendingur vitni í grófu umhverfisglæpamáli í Noregi Íslendingurinn Vilhjálmur Benediktsson stóð fimmtíu metrum frá tveimur olíutönkum sem sprungu í Gulen í Sogni í Noregi árið 2007. Samkvæmt fréttavefnum TV2nyhetene varð hann fyrir alvarlegri eitrun og hefur verið heilsulaus síðan þá. 14.10.2009 12:55
Sjálfstæðismenn kynna efnahagstillögur sínar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála. Á meðal þess sem flokkurinn vill að gert verði er að endurskoða sameiginlega áætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, gjaldeyrishöft verði afnumin og kerfisbreyting gerð á skattlagningu lífeyrisgreiðslna. 14.10.2009 12:08
Gengið frá tæknilegum smáatriðum í Icesave-málinu Viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave eru á lokastigi en verið er að ganga frá tæknilegum smáatriðum, samkvæmt heimildum fréttastofu. 14.10.2009 12:00
Frávísunarkröfunni hafnað í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frávísunarkröfu Materia Invest ehf, Magnúsar Ármann og Kevins Stanford frá dómi í dag. Ekki er hægt að kæra úrskurðinn og því heldur mál Nýja Kaupþings gegn Materia og þeim félögum enn áfram. 14.10.2009 11:51
Ráðin kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins Þórey Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin til Sjálfstæðisflokksins sem kosningastjóri fyrir borgarstjórnarkosningar 2010. Þórey mun síðar taka við starfi framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks af Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur sem fer í fæðingarorlof. 14.10.2009 11:38
Ameríkanar ánægðir með aftökur Um sextíu og fimm prósent Bandaríkjamanna eru hlynntir dauðarefsingu samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þrjátíu og eitt prósent eru á móti. 14.10.2009 10:19
Undirbúa stórsókn gegn talibönum Pakistanskar orrustuþotur gerðu í dag loftárásir á víghreiður talibana í Suður-Waziristan. Jafnframt tóku fótgönguliðs- og skriðdrekasveitir sér stöðu fyrir stórsókn gen talibönum. 14.10.2009 09:24
Sjálfstæðismenn á Ísafirði ætla í prófkjör Sálfstæðismenn á Ísafirði ákváðu í gær á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna að halda prófkjör til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í tilkynningu frá flokknum segir að dagsetning liggi ekki fyrir en að stefnt sé að halda prófkjörið fyrir lok febrúar. 14.10.2009 08:36
Heilbrigðisfrumvarp Obama fær brautargengi Nefnd á vegum bandarísku Öldungadeildarinnar hefur samþykkt að hleypa í gegn frumvarpi sem miðar að því að bæta heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum. Frumvarpið er liður í tilraunum Baracks Obama til þess að endurskipuleggja heilbrigðiskerfi landsins og þykir afgreiðsla nefndarinnar vera mikill sigur fyrir fosetann. 14.10.2009 08:33
Skýrsla um fóstureyðingar í 197 löndum Fóstureyðingar eru nokkurn veginn jafn-algengar í þeim löndum sem banna þær og þeim sem gera það ekki. 14.10.2009 07:37
Kveiktu í smyglsnekkju og stukku í sjóinn Bandaríski sjóherinn hefur birt myndband sem sýnir mexíkóska fíkniefnasmyglara á lúxussnekkju fleygja mörgum kílógrömmum af kókaíni í sjóinn, kveikja í snekkjunni og stökkva svo sjálfir í sjóinn. 14.10.2009 07:18
Brown sendir fleiri hermenn til Afganistan Gert er ráð fyrir að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, muni í dag tilkynna að 500 breskir hermenn til viðbótar verði sendir til Afganistan á næstunni. 14.10.2009 07:17
Atvinnuleysi stóreykur líkur á skilnaði Þrátt fyrir að markaðir heimsins séu sumir hverjir að ná sér á strik hægt og bítandi eftir fjármálahrunið er líklegt að botninum sé enn ekki náð þegar litið er til áhrifa hrunsins á fjölskyldulíf fólks. 14.10.2009 07:14
Styttist í verkfall breska póstsins Verkfall starfsmanna konunglega póstsins í Bretlandi hefst 22. október, á fimmtudaginn í næstu viku, semjist ekki fyrir þann tíma. 14.10.2009 07:12
Elti þjófinn og hringdi á lögreglu Bíl var stolið rétt eftir miðnætti á bensínstöð í Reykjavík. Eigandi bílsins varð var við það þegar þjófurinn ók á brott og fékk hann kunningja sinn til þess að aka á eftir þrjótnum. Þeir höfðu síðan samband við lögreglu sem skarst í leikinn og handtók bílþjófinn. Sá er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna eða lyfja og gistir hann nú fangageymslur. 14.10.2009 06:52
Brotist inn í leikskóla Tilkynnt var um innbrot í leikskólann Seljakot í nótt. Þjófarnir voru á bak og burt þegar lögreglu bar að garði og höfðu þeir á brott með sér eitthvað af þýfi en ekki er ljóst hverju nákvæmlega var stolið. Málið er í rannsókn. 14.10.2009 06:51
Ökuferðin kom upp um kannabisrækt Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi ökumann fyrir ógætilegan akstur í Reykjanesbæ. Í ljós kom að maðurinn var undir áhrifum fíkniefna og í framhaldi var gerð húsleit heima hjá honum en hann býr á Suðurnesjum. Þar kom í ljós nokkuð blómleg kannabisrækt og reyndist maðurinn vera með um þrjátíu kannabisplöntur í ræktun. Hann gekkst við brotinu og telst málið upplýst að sögn lögreglu. 14.10.2009 06:49
Fangar skiluðu þvagsýni Fjölmennt lið fór í allsherjarleit, þar á meðal að fíkniefnum og sterum, í fangelsinu á Kvíabryggju í gær. Leitin stóð í allan gærdag. Tilefni hennar var að kanna almennt ástand mála í fangelsinu. Þar höfðu sterar og tól til að nota þá fundist fyrir nokkru, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. 14.10.2009 06:45
Kreppan varð stjórn að falli Rúmeníustjórn missti þingmeirihluta sinn í gær þegar vantrauststillaga á stjórnina var samþykkt. Meirihluti þingmanna telur að stjórninni hafi ekki tekist að koma landinu út úr efnahagskreppunni. 14.10.2009 06:00