Fleiri fréttir

Með fíkniefni í fjórum dósum

Ríkissaksóknari hefur höfðað mál á hendur litháískri konu á þrítugsaldri fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnasmygls.

Færeyingar eru vinir í raun

Forsætisráðherra Íslands þakkaði í gær Færeyingum fyrir lán upp á þrjú hundruð milljónir danskra króna sem þeir veittu Íslendingum stuttu eftir íslenska bankahrunið.

Funduðu um SMS-lán Kredia

Forvarsmenn og lögmaður Kredia ehf. funduðu í gær með talsmanni neytenda og lögfræðingum frá Neytendastofu og Fjármálaeftirlitinu. Efni fundarins var umdeild smálán á háum vöxtum sem Kredia býður nú í gegnum sms-skilaboð.

Gítarstillir seldur til 134 landa

Tunerific, gítarstillingarforrit sem þróað var af íslenska sprotafyrirtækinu Hugvakanum, hefur vakið gríðarlega athygli eftir að það var sett á markað síðastliðið sumar. Forritið trónir í efsta sæti hjá Ovi, netverslun finnska símarisans Nokia, og hefur nú dreifst til 134 landa á þessum stutta tíma.

Lán Norðmanna háð AGS

Í erindi norsku fjárlaganefndarinnar til Stórþingsins kemur skýrt fram að lán til Íslendinga haldist í hendur við afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á málefnum þjóðarinnar. Þá verði Íslendingar að standa við sínar alþjóðlegu skuldbindingar og fara eftir regluverki Evrópusambandsins um fjármál.

Einbeiti sér að fjárlaganefnd

Ásbjörn Óttarsson Sjálfstæðisflokki leggur til að þeir þingmenn sem sitja í fjárlaganefnd Alþingis sitji í þeirri nefnd einni og ekki öðrum. Hann vék að þessu í umræðum um fjáraukalög í gær.

Rússar vilja ekki að Íran eignist kjarnorkuvopn

Hillary Clinton hefur verið á ferðalagi um Evrópu undanfarna daga. Hún skaust til Moskvu til þess að kanna afstöðu ráðamanna þar til hertra refsiaðgerða gegn Íran ef Íranar gera ekki hreint fyrir sínum dyrum í kjarnorkumálum.

Græðir tuttugu milljarða á málverki

Kanadiskur maður sem árið 2007 keypti málverk á Uppboði hjá Christies virðist hafa gert góð kaup. Hann borgaði tólfþúsund sterlingspund fyrir verkið sem hét Ung stúlka í prófíl.

Dómsmálaráðherra heimsótti sérstakan saksóknara

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra heimsótti embætti sérstaks saksóknara í gær, 12. október 2009. Embættið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum vikum, starfsfólki hefur verið fjölgað, þrír nýir saksóknarar skipaðir og starfsemin verið flutt í ný og rúmbetri húsakynni.

Ráðherra hlíti nefnd eða leiti samþykkis Alþingis fyrir dómaraskipan

Sömu reglur munu gilda um skipan hæstaréttardómara og héraðsdómara nái tillögur nefndar, sem Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun, fram að ganga. Dómnefnd mun þá gefa umsögn um hæfi umsækjenda um dómarastöður en hingað til hafa hæstaréttadómarar gefið umsögn um hæfi umsækjenda í stöðu hæstaréttardómara.

Biluð umferðarljós við gatnamót Breiðholtsbrautar

Umferðarljós gatnamóta Breiðholtsbrautar og Jaðarsels verða óvirk frá miðvikudagsmorgni í allt að þrjá daga vegna framkvæmda. Endurnýja þarf stjórnkassa og einnig verður umferðarljósunum sjálfum skipt út, en sett verða svokölluð díóðuljós sem eru bjartari og skýrari fyrir akandi og gangandi umferð.

Vill hefnd fyrir hundinn

Fyrrverandi hundaeigandi í Danmörku vill höfða mál gegn manni sem skar hundinn hans á háls síðastliðinn laugardag.

Sex líkamsárásir - einn nefbrotinn

Sex líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar um helgina en fjórar þeirra áttu sér stað í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Allar voru þær minniháttar og ekki er vitað til þess að fólk hafi orðið fyrir alvarlegum meiðslum að sögn lögreglu.

„Hvar er Tónlistarhúsið?“

„Eftir því sem ég best veit þá er það að rísa niðri við höfnina," svaraði Steingrímur J. Sigfússon þegar Pétur H. Blöndal þingmaður benti á að hvergi væri minnst á Tónlistarhúsið í fjárlögum eða fjáraukalögum. Umræða um fjáraukalög fer nú fram á Alþingi. Pétur sagði að það ætti að vera inni í fjáraukalögum líkt og Icesavesamkomulagið.

Hálf öld á milli yngsta og elsta þjófsins

Yngsti þjófurinn sem lögreglan greip um helgina reyndist vera tólf ára gamall drengur en hann varð uppvís af búðarþjófnaði í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

BSRB: Hörð mótmæli gegn sviknum fyrirheitum

Stjórn BSRB mótmælir harðlega þeim áformum núverandi ríkisstjórnar að ætla sér ekki að standa við gefin fyrirheit frá árinu 2008 um að létta skattbyrði hinna tekjulægstu með hækkun persónuafsláttar.

Karadzic nýtur ekki friðhelgi

Dómarar við Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna höfnuðu því í dag að Radovan Karadzic leiðtogi Bosníuserba nyti friðhelgi.

Dæmdur fyrir að nefbrjóta mann

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að nefbrjóta annan mann í gleðskap sem var haldinn í félagsheimili Fáks í Víðidal í Reykjavík í febrúar á síðasta ári. Mennirnir runnu til í hálku fyrir utan félagsheimilið og upphófust slagsmál.

Bjarni á erfitt með að gleðjast yfir góðum fréttum

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins spurði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrir stundu hvaða þýðingu það hefði að nú sé talið að um 90% fáist upp í Icesaveskuldbindingarnar. Hann sagði ljóst að meginþorri þeirra skuldbindinga sem við værum að fara að taka á okkur væru vegna vaxtakostnaðar.

Viðbjóðslegur íslenskur matur

Íslenskur hákarl er talinn meðal tuttugu viðbjóðslegustu rétta heims í samantekt breska blaðsins Daily Telegraph.

Dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun

Karlmaður var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn nýtti sér ölvun og svefndrunga konu og hafði við hana samræði þegar hún var áfengisdauð.

Fær engar bætur fyrir 25 milljóna króna Porsche-inn sinn

Tæplega fertugur eigandi Porschebifreiðar sem fór út af Grindavíkurvegi í janúar á síðasta ári fær bílinn ekki bættann samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vátryggingarfélag Íslands var sýknað af kröfum mannsins sem vildi fá fullar bætur fyrir bílinn, sem er metinn á tæpar 25 milljónir króna. Talið er að maðurinn hafi verið að lágmarki á 170 km hraða á klukkustund þegar hann fór út af.

Bókelskur bófi: Stal óútgefnum Dan Brown frá Bjarti

„Það var tvennt sem þeir tóku, annars vegar tölvuskanni og svo þýðinguna að nýjustu bók Dan Brown,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, en óprúttinn þjófur fór inn í húsnæði Bjarts á Bræðraborgarstígnum og stal skanna og glóðvolgu handriti að Týnda tákninu, nýjustu skáldsögu Browns. Hann er hvað frægastur fyrir að hafa skrifað Da vinci lykilinn.

Svíar kveikja í kanínum

Svíar kveikja í um sexþúsund kanínum á ári hverju. Sænska Aftonbladet skýrir frá þessu með nokkrum hryllingi.

Ekki komin niðurstaða í Icesave

Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki komin niðurstaða um lendingu með Bretum og Hollendingum í Icesave málinu. Heimildir fréttastofu herma að ríkisstjórnin sé ekki tilbúin með nýtt frumvarp um ríkisábyrgð sem viðsemjendurnir eru tilbúnir til að fallast á.

Þú deyrð af að senda SMS

Sexþúsund Bandaríkjamenn deyja árlega vegna þess að þeir freistast til að senda SMS meðan þeir eru að keyra bíl samkvæmt nýrri rannsókn þar í landi.

Dæmdur fyrir kynferðisbrot

Tuttugu og þriggja ára gamall karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára gamalli stúlku í Héraðsdómi Suðurlands á föstudaginn síðasta.

Hillary handrukkar Rússa

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú stödd í Moskvu. Hún vonast eftir stuðningi Rússa við harðari refsiaðgerðir gegn Íran ef þarlendir gera ekki hreint fyrir sínum dyrum í kjarnorkumálum.

Líka kreppa hjá al-Qaeda

Enginn sleppur undan kreppunni og nú eiga meira að segja al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin í lausafjárvanda.

Koizumi les inn á teiknimyndir í ellinni

Junichiro Koizumi, fyrrum forsætisráðherra Japans, er langt í frá sestur í helgan stein þótt hann sé hættur í pólitíkinni og ljáir nú teiknimyndapersónum ómþýða rödd sína.

Lítill þrýstingur á heita vatninu í vesturborginni

Vegna bilunar í aðveituæð heits vatns í Öskjuhlíð verður lítill þrýstingur á heita vatninu í Reykjavík vestan Öskjuhlíðar fram eftir morgni, eða á meðan viðgerð stendur. Ekki reyndist þörf á að loka alveg fyrir rennsli og því á ekki verða alveg vatnslaust að því er fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Brotist inn á Bræðraborgarstíg

Brotist var inn í íbúð á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í nótt. Þjófurinn eða þjófarnir komust undan en það sást til þeirra. Ákveðnar vísbendingar liggja fyrir því lögreglan kannast við bílinn sem þeir eru grunaðir um að hafa verið á og er málið í vinnslu að sögn vaktstjóra.

Skotárás Nørrebro

Maður var skotinn í brjóstkassann á Nørrebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi og er lögregla engu nær um hver framdi ódæðið.

Elvis-lokkar á uppboði

Harðir Presley-aðdáendur hyggja sér nú gott til glóðarinnar þar sem nokkrir hárlokkar af höfði rokkgoðsins verða boðnir upp hjá Leslie Hindman í Chicago í næstu viku.

Missti átta fingur í listaskóla

Listaskóli nokkur í bresku borginni Boston í Lincolnskíri þarf heldur betur að endurskoða kennsluaðferðir sínar eftir að 16 ára gömul stúlka missti átta fingur við gerð gipslistaverks sem hún festi hendurnar í en listaverkið hitnaði í framhaldinu upp í 60 gráður.

Norður-Kóreumenn skjóta á ný

Norður-Kóreumenn virðast eiga í nokkrum erfiðleikum með að ákveða hvort þeir ætla að standa við gefin orð eður ei.

Ægir á undan áætlun

Vel hefur gengið hjá varðskipinu Ægi en það er á leið til hafnar með Grænlenska bátinn Qavak í togi sem varð vélarvana miðja vegu á milli Grænlands og Íslands í fyrradag. Dráttartaug var komið fyrir um borð í bátnum í gærmorgun og hafa skipin verið á siglingu síðan þá. Fyrst var reiknað með að þau næðu til hafnar á miðvikudagsmorgun en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er nú reiknað með að Ægir komi til hafnar í Reykjavík um áttaleytið í kvöld.

Heimili borga meira í heilbrigðisþjónustu

Útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðismála jukust um 29 prósent að raungildi milli áranna 1998 og 2006. Þetta er niðurstaða Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Noregsferð gekk vonum framar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Noregsferð sína og Höskuldar Þórhallssonar þingmanns hafa gengið vonum framar. Viðbrögð við hugmyndum um lánalínu frá Noregi hafi verið mjög jákvæð, helst hafi fulltrúar Verkamannaflokksins verið hlédrægir. Þetta kom fram í bréfi sem Sigmundur sendi flokksfélögum sínum.

Lögvarðir hagsmunir voru ekki virtir

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra braut stjórnsýslulög þegar hún gaf forsvarsmönnum Norðuráls ekki kost á því að gæta hagsmuna félagsins þegar hún felldi úrskurð vegna Suðvesturlínu, að því er segir í bréfi Norðuráls til ráðherra.

Listamenn streyma í vinnu á Skagaströnd

„Þetta fólk kann óskaplega vel við sig og hefur sýnt af sér gríðarlega indæla og góða framkomu,“ segir Sigurður Sigurðar­son, formaður stjórnar Nes listamiðstöðvar á Skagaströnd, um erlenda listamenn sem flykkst hafa til dvalar í lista­miðstöðinni.

Samþykkja að veðsetja þrjár húseignir

Bæjarráð Hafnar­fjarðar hefur samþykkt að veðsetja þrjár húseignir bæjarins vegna skuldbreytinga á lánum. Um er að ræða húseignir á Sólvangsvegi 2 og Strandgötu 31 og 33.

Hugmyndin galin segir talsmaður LL

Mikill ávinningur yrði af því að greiða upp skuldbindingar ríkisins vegna Icesave með láni frá lífeyrissjóðunum, að mati Viðskiptaráðs Íslands. Hugmyndin er galin, segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða (LL).

Íbúðalán dragast saman um helming

Þótt útlán Íbúðalánasjóðs hafi aukist á milli mánaða í septem­ber er samdráttur milli ára. Samkvæmt tölum sjóðsins námu heildarútlán ríflega 2,9 milljörðum króna í septem­ber, þar af voru um 1,8 milljarðar í almenn útlán og 1,1 milljarður vegna leiguíbúðalána.

Sjá næstu 50 fréttir