Innlent

Ráðin kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins

Þórey Vilhjálmsdóttir.
Þórey Vilhjálmsdóttir.
Þórey Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin til Sjálfstæðisflokksins sem kosningastjóri fyrir borgarstjórnarkosningar 2010. Þórey mun síðar taka við starfi framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks af Kristínu Hrefnu Halldórsdóttur sem fer í fæðingarorlof.

Þetta kemur fram á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins.

Þórey er með BS gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur síðastliðið ár starfað sem framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Auk þess hefur hún víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri, stjórnun, markaðs- og kynningarmálum. Hún er einn af stofnendum V-dagssamtakanna og situr í stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Þórey situr einnig í leikskólaráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins.

Hún er í sambúð með Ríkharði Daðasyni og eiga þau tvö börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×