Heilsulaus Íslendingur vitni í grófu umhverfisglæpamáli í Noregi Valur Grettisson skrifar 14. október 2009 12:55 Stórslys í Noregi. Vilhjálmur Benediktsson er alvarlega veikur eftir að hafa unnið á vettvanginum. Íslendingurinn Vilhjálmur Benediktsson stóð fimmtíu metrum frá tveimur olíutönkum sem sprungu í Gulen í Sogni í Noregi árið 2007. Samkvæmt fréttavefnum TV2nyhetene varð hann fyrir alvarlegri eitrun og hefur verið heilsulaus síðan þá. Nú er svo komið að norska ríkið hefur lögsótt eiganda olíutankanna, Trond Emblem, fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Vilhjálmur er eitt af fjölmörgum vitnum málsins en hann virðist hafa fengið verstu eitrunina af þeim átta hundruð einstaklingum sem hafa verið rannsakaðir af læknum. Vita ekki hvað var í tönkunum Það var fyrir tveimur árum sem tveir olíutankar sprungu í Vestur Noregi. Fjöldi fólks leitaði til læknis vegna mengunar frá brunarústunum. Um það bil 200 tonn af úrgangsolíu brunnu. Talið er að brennisteinssýra hafi verið í úrganginum og borist um svæðið eftir brunann. Forsvarsmenn olíuhreinsunarstöðvarinnar hafa ekki vilja svara áleitnum spurningum um það hvað var í tönkunum. Vilhjálmur var einn af þeim sem unnu á svæðinu eftir sprenginguna. Nú er er hann fárveikur. „Það sést kannski ekki á mér, en ég er ekki með sömu orkuna og ég hafði," sagði Vilhjálmur í viðtali við TV2 í Noregi. Rifnaði eins og niðursuðudós Hann er sérfræðingur í að setja upp fiskeldiskvíar og hefur ávallt unnið úti. Hann var staddur 50 metrum frá tönkunum rétt áður en þeir sprungu. Í viðtali við TV 2 lýsir hann því þannig að hann og vinnufélagar hafi heyrt undarlegt hljóð mínútu fyrir sprenginguna. „Skyndilega opnaðist tankurinn eins og niðursuðudós," segir Vilhjálmur í viðtali við TV2 þegar hann lýsti gríðarlegri sprengingu sem varð. Hann kom sér í var. Daginn eftir snéri hann aftur til vinnu. Hann segist hafa fundið sterka lykt í loftinu. Efni, blönduð vatni flutu víðsvegar um svæðið. Andaði að sér mengun frá morgni til kvölds „Við önduðum að okkur loftinu frá degi til kvölds," segir Vilhjálmur sem er einn af áttahundruð sem yfirvöld í Noregi hafa rannsakað eftir sprenginguna. Í sumar kom svo niðurstaða rannsóknanna frá Háskólanum í Haukeland en þá kom fram að fæstir af þeim áttahundruð væru alvarlega veikir vegna sprengingarinnar. Engu að síður verður fylgst náið með þeim næstu fimm árin. Svo virðist vera sem Vilhjálmur hafi orðið fyrir alvarlegustu eitruninni eftir sprenginguna. „Við fengum engar upplýsingar um það hvað var í tönkunum, annað en að þarna hafði verið úrgangur," sagði Vilhjálmur við TV2. Ákærðir fyrir alvarleg umhverfisspjöll Nú er svo komið að norska ríkið hefur lögsótt Trond Emblem, eiganda olíuvinnslustöðvarinnar, fyrir alvarleg umhverfisbrot. Réttarhöldin hefjast í nóvember en meðal vitna er Vilhjálmur sjálfur. Vilhjálmur er fjölskyldumaður og hann getur ekki unnið lengur. Hann vonast til þess að þeir sem eru ábyrgir verði dæmdir fyrir glæpi sína og neyddir til þess að borga þolendum skaðabætur samkvæmt TV2. Hægt er að nálgast sjónvarpsviðtal og grein um málið hér. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Íslendingurinn Vilhjálmur Benediktsson stóð fimmtíu metrum frá tveimur olíutönkum sem sprungu í Gulen í Sogni í Noregi árið 2007. Samkvæmt fréttavefnum TV2nyhetene varð hann fyrir alvarlegri eitrun og hefur verið heilsulaus síðan þá. Nú er svo komið að norska ríkið hefur lögsótt eiganda olíutankanna, Trond Emblem, fyrir alvarleg umhverfisspjöll. Vilhjálmur er eitt af fjölmörgum vitnum málsins en hann virðist hafa fengið verstu eitrunina af þeim átta hundruð einstaklingum sem hafa verið rannsakaðir af læknum. Vita ekki hvað var í tönkunum Það var fyrir tveimur árum sem tveir olíutankar sprungu í Vestur Noregi. Fjöldi fólks leitaði til læknis vegna mengunar frá brunarústunum. Um það bil 200 tonn af úrgangsolíu brunnu. Talið er að brennisteinssýra hafi verið í úrganginum og borist um svæðið eftir brunann. Forsvarsmenn olíuhreinsunarstöðvarinnar hafa ekki vilja svara áleitnum spurningum um það hvað var í tönkunum. Vilhjálmur var einn af þeim sem unnu á svæðinu eftir sprenginguna. Nú er er hann fárveikur. „Það sést kannski ekki á mér, en ég er ekki með sömu orkuna og ég hafði," sagði Vilhjálmur í viðtali við TV2 í Noregi. Rifnaði eins og niðursuðudós Hann er sérfræðingur í að setja upp fiskeldiskvíar og hefur ávallt unnið úti. Hann var staddur 50 metrum frá tönkunum rétt áður en þeir sprungu. Í viðtali við TV 2 lýsir hann því þannig að hann og vinnufélagar hafi heyrt undarlegt hljóð mínútu fyrir sprenginguna. „Skyndilega opnaðist tankurinn eins og niðursuðudós," segir Vilhjálmur í viðtali við TV2 þegar hann lýsti gríðarlegri sprengingu sem varð. Hann kom sér í var. Daginn eftir snéri hann aftur til vinnu. Hann segist hafa fundið sterka lykt í loftinu. Efni, blönduð vatni flutu víðsvegar um svæðið. Andaði að sér mengun frá morgni til kvölds „Við önduðum að okkur loftinu frá degi til kvölds," segir Vilhjálmur sem er einn af áttahundruð sem yfirvöld í Noregi hafa rannsakað eftir sprenginguna. Í sumar kom svo niðurstaða rannsóknanna frá Háskólanum í Haukeland en þá kom fram að fæstir af þeim áttahundruð væru alvarlega veikir vegna sprengingarinnar. Engu að síður verður fylgst náið með þeim næstu fimm árin. Svo virðist vera sem Vilhjálmur hafi orðið fyrir alvarlegustu eitruninni eftir sprenginguna. „Við fengum engar upplýsingar um það hvað var í tönkunum, annað en að þarna hafði verið úrgangur," sagði Vilhjálmur við TV2. Ákærðir fyrir alvarleg umhverfisspjöll Nú er svo komið að norska ríkið hefur lögsótt Trond Emblem, eiganda olíuvinnslustöðvarinnar, fyrir alvarleg umhverfisbrot. Réttarhöldin hefjast í nóvember en meðal vitna er Vilhjálmur sjálfur. Vilhjálmur er fjölskyldumaður og hann getur ekki unnið lengur. Hann vonast til þess að þeir sem eru ábyrgir verði dæmdir fyrir glæpi sína og neyddir til þess að borga þolendum skaðabætur samkvæmt TV2. Hægt er að nálgast sjónvarpsviðtal og grein um málið hér.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira