Staða okkar verður sterkari 23.október 14. október 2009 13:53 Höskuldur Þór Þórhallsson Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins bað Guðbjart Hannesson formann fjárlaganefndar að leiðrétta þann misskilning og hræðsluáróður sem hann telur hafa verið uppi í fjölmiðlum undanfarið er snúa að 23.október. Hann sagði að í ljós hefði verið látið að þann dag yrði íslenska ríkið hugsanlega gjaldþrota ef Icesavemálið yrði ekki klárað. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrir stundu. Þann dag hefst greiðsluskylda innistæðutrygginasjóðs en Höskuldur sagði að einmitt þá gæti komið upp sú staða sem við þyrftum að koma okkur í gagnvart Hollendingum og Bretum. „Þá gæti staðan batnað til muna vegna þess að þá er það undir þeim komið að sækja mál á hendur innistæðutryggingarsjóði. Og fá þá úr því skorið hvaða fjárhæð það er sem honum ber að greiða." Guðbjartur sagðist vel geta upplýst fjárlaganefndarmanninn Höskuld Þórhallsson um hvaða viðvaranir nefndin hefði fengið um hvað gæti gerst þann 23.október ef ríkið stæði ekki í skilum. Hann sagði að aðilar Seðlabankans og atvinnulífsins hefðu varað nefndina við. Lánafyrirgreiðslur gætu gengið hægar fyrir sig og við ættum erfiðara með að ná okkur út úr vandanum. Við yrðum að eiga góð samskipti við alþjóðasamfélagið og vera ekki í óvinskap við nágrannaþjóðirnar. Hann sagði ennfremur að fyrirvararnir hefðu verið settir inn til þess að sleppa við að koma okkur í þá stöðu sem nú stefnir í, verði málið ekki leyst. Höskuldur kom síðan aftur upp og ítrekaði þá afstöðu sína að ekkert myndi gerast 23.október og vitnaði meðal annars í orð tveggja af virtustu lögfræðingum landsins. Hann sagði það vera ábyrgðarhluta hjá þingmönnum að upplýsa þjóðina um þetta. Hann sagði einnig að af einhverjum ástæðum vildu Samfylkingarmenn ekki að sú staða kæmi upp og það finnst honum ótrúlegt. Hann ítrekaði síðan að staða íslendinga yrði sterkari gagnvart Hollendingum og Bretum ef þeir þyrftu að sækja málið. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Höskuldur Þór Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins bað Guðbjart Hannesson formann fjárlaganefndar að leiðrétta þann misskilning og hræðsluáróður sem hann telur hafa verið uppi í fjölmiðlum undanfarið er snúa að 23.október. Hann sagði að í ljós hefði verið látið að þann dag yrði íslenska ríkið hugsanlega gjaldþrota ef Icesavemálið yrði ekki klárað. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrir stundu. Þann dag hefst greiðsluskylda innistæðutrygginasjóðs en Höskuldur sagði að einmitt þá gæti komið upp sú staða sem við þyrftum að koma okkur í gagnvart Hollendingum og Bretum. „Þá gæti staðan batnað til muna vegna þess að þá er það undir þeim komið að sækja mál á hendur innistæðutryggingarsjóði. Og fá þá úr því skorið hvaða fjárhæð það er sem honum ber að greiða." Guðbjartur sagðist vel geta upplýst fjárlaganefndarmanninn Höskuld Þórhallsson um hvaða viðvaranir nefndin hefði fengið um hvað gæti gerst þann 23.október ef ríkið stæði ekki í skilum. Hann sagði að aðilar Seðlabankans og atvinnulífsins hefðu varað nefndina við. Lánafyrirgreiðslur gætu gengið hægar fyrir sig og við ættum erfiðara með að ná okkur út úr vandanum. Við yrðum að eiga góð samskipti við alþjóðasamfélagið og vera ekki í óvinskap við nágrannaþjóðirnar. Hann sagði ennfremur að fyrirvararnir hefðu verið settir inn til þess að sleppa við að koma okkur í þá stöðu sem nú stefnir í, verði málið ekki leyst. Höskuldur kom síðan aftur upp og ítrekaði þá afstöðu sína að ekkert myndi gerast 23.október og vitnaði meðal annars í orð tveggja af virtustu lögfræðingum landsins. Hann sagði það vera ábyrgðarhluta hjá þingmönnum að upplýsa þjóðina um þetta. Hann sagði einnig að af einhverjum ástæðum vildu Samfylkingarmenn ekki að sú staða kæmi upp og það finnst honum ótrúlegt. Hann ítrekaði síðan að staða íslendinga yrði sterkari gagnvart Hollendingum og Bretum ef þeir þyrftu að sækja málið.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira