Fleiri fréttir

Helstu menn Hollywood saman í mynd

Þrjár hasarmyndahetjur sameina krafta sína í kvikmynd, sem frumsýnd verður næsta sumar og hefur vakið mikla eftirvæntingu.

Handtekinn eftir tíu bankarán

Maður, sem grunaður er um að hafa rænt tíu banka í fjórum ríkjum Bandaríkjanna, var handtekinn í Missouri á laugardaginn. Fyrrverandi lögreglumaður, sem látið hefur af störfum fyrir aldurs sakir, sá ræningjann á vegahóteli í borginni Kingdom.

Bin Laden ávarpar Bandaríkjamenn

Barack Obama er ófær um að stöðva stríðsátök í Afganistan. Þetta segir Osama bin Laden í hljóðupptöku sem hann kallar ávarp til bandarísku þjóðarinnar og var gert opinbert af fjölmiðlaarmi al Qaeda-hryðjuverkasamtakanna um helgina.

Háskólanemar sviku út 300 milljóna bætur

345 háskólastúdentar í lánshæfu námi voru skráðir atvinnulausir á síðasta skólaári og þáðu atvinnuleysisbætur sem þeir áttu ekki rétt á. Þetta kom í ljós þegar nemendaskrár háskólanna voru keyrðar saman við upplýsingar um þá sem þegið hafa atvinnuleysisbætur.

Boðið að sýna Fridu í Mexíkó

Leiksýningin Frida… viva la vida verður að öllum líkindum sýnd í Mexíkó á næsta ári. Edgardo Bermejo Mora, menningarfulltrúi Mexíkó á Norðurlöndunum, var viðstaddur frumsýningu verksins á föstudag og varð svo hrifinn að hann ætlar að vinna að því að koma sýningunni á leiklistarhátíðir í Mexíkó. Þá hefur hann boðist til þess að finna þýðanda til að snara verkinu yfir á spænsku.

555 fasteignir í nauðungarsölu í Árborg

Samtals 199 fasteignir hafa verið seldar í nauðungarsölu hjá sýslumannsembættinu á Selfossi það sem af er þessu ári, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar sýslumanns. Þá eru 355 eignir nú í slíku söluferli. Til samanburðar má geta þess að allt árið í fyrra voru nauðungarsölur á fasteignum 129.

Í hundrað á fjórum sekúndum

„Þessi bíll ætti að útrýma hugmyndinni um sænska líffræðinginn við stýrið á litlum, kraftlausum og hallærislegum bíl,“ segir Teitur Þorkelsson hjá ráðgjafafyrirtækinu Framtíðarorku, um rafmagnssportbílinn Tesla.

Þykir sölumennska Securitas óábyrg

„Okkur finnst þetta óábyrg sölumennska og einkennilegt að fyrirtæki sem vill tengja sig við öryggi kjósi að kynna þjónustu sína á þennan hátt,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna. Samtökunum hefur borist kvörtun vegna símasölu öryggisvörslufyrirtækisins Securitas.

Lögreglan mætti ekki á pókermótið

„Þetta hefur gengið eins og lygasögu. Pókerinn er orðinn gríðarlega vinsæll hérna á Íslandi og það komust færri að en vildu,“ segir Jóhann Ólafur Schröder, einn skipuleggjenda Íslandsmótsins í póker, sem haldið var um helgina.

Ókeypis bílastæðum fækkað

Gjaldfrjálsum bílastæðum fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar verður fækkað á næstu misserum. Ráðhúsið og skrifstofa borgarinnar í Borgartúni eru dæmi um mannmarga vinnustaði borgarinnar sem líklegt er að finni fyrir því.

Dregur úr vinsældum Sarkozy fjórða mánuðinn í röð

Vinsældir Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, halda áfram að dragast saman fjórða mánuðinn í röð. 44% þátttakenda í skoðanakönnun sem birt var í kvöld segjast vera ánægðir með forsetinn en það er fjórum prósentustigum minna en fyrir mánuði. Vinsældir Sarkozy mældist lengi vel yfir 50%.

Ræddu friðarumleitanir

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Egyptaland í dag og átti fund með Hosni Mubarak, forseta landsins. Þeir ræddu friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs en Mubarak gegnir mikilvægu hlutverki sáttasemjara á milli Palestínumanna og Ísraela. Leiðtogarnir ræddu auk þess um möguleg fangaskipti á liðsmönnum Hamas sem eru í fangelsum í Ísrael og ísraelskum hermanni sem hefur verið í haldi Hamassamtakanna síðastliðin þrjú ár.

Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á hinn látna

Enn hefur ekki tekist að bera kennsl á ungan karlmann sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn fyrir hálfum sólarhring. Seinnipartinn í dag sendi lögregla frá sér tilkynningu með lýsingu á manninum. Þrátt fyrir að fjölmargir hafi í kjölfarið haft samband við lögreglu leiddi það ekki til þess að kennsl voru borinn á hinn látna.

Elsta kona Bandaríkjanna er stuðningsmaður Boston Red Sox

Mary Josephine Ray sem talin er vera elsta núlifandi kona Bandaríkjanna er mikill stuðningsmaður hafnaboltaliðsins Boston Red Sox. Mary fæddist 17. maí 1895 og er því 114 ára gömul. Japanska konan Kama Chinen sem er sögð elsta konan heims fæddist í byrjun maí sama ár. Mary sem er búsett í New Hampshire veit um fátt betra en ís og súkkulaðikossana frá Hershey's.

Kanna hæfi starfsmanna gömlu bankanna sem enn starfa í bönkum

Fjármálaeftirlitið skoðar nú hæfi ákveðinna starfsmanna gömlu bankanna sem enn eru við störf í bönkunum og hvort þeir tengist málum sem eru til rannsóknar vegna bankahrunsins. Þá er hæfi allra lykilstjórnenda og stjórna allra fjármálafyrirtækja, vátryggingarfélaga og lífeyrissjóða til endurskoðunar.

Leita af leiguhúsnæði til að hýsa fanga

Rúmlega 1600 manns eru á biðlista um afplánun vararefsingar í fangelsi vegna ógreiddra fésekta samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar. Útistandandi sektir nema tæpum milljarði króna og öll fangelsi landsins eru yfirfull.

Landsmenn óvelkomnir í sumarhöll Lýðs

Mikil öryggisgæsla er við sumarhús Lýðs Guðmundssonar í Fljótshlíð. Myndavélar og skilti eru til varnar því að ókunnugir fari upp að húsinu.

Einkaþota sem var í eigu Baugs tekin yfir

GE Capital, dótturfélag General Electric, hefur tekið yfir einkaþotu sem var í eigu dótturfélags Baugs en fyrirtækið átti veð í vélinni. Verðmat vélarinnar er í kringum tveir og hálfur milljarður íslenskra króna.

Óljóst hvort Borgarahreyfingin lifi út kjörtímabilið

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar íhuga enn hvort þeir hyggist starfa áfram fyrir hreyfinguna eftir miklar deilur um lög og framtíð hennar á landsfundi í gær. Stjórnmálafræðingur segir skipulags-og reynsluleysi einkenna flokkinn og ómögulegt sé að segja til um hvort hann lifi út kjörtímabilið.

Faðir Grænu byltingarinnar látinn

Margir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að með grænu byltingunni hafi verið komið í veg fyrir alheims hungursneyð á síðari hluta tuttugustu aldarinnar.

Biðja um hjálp við að bera kennsl á látinn mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að bera kennsl á karlmann sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. Ekkert er vitað um tildrögin, en unnið er að rannsókn málsins.

Leiðtogarnir takast á í kappræðum

Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi kristilegra demókrata, mætir Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, í kappræðum í kvöld. Þjóðverjar ganga til þingkosninga eftir hálfan mánuð.

Schwarzenegger minntist fallinna slökkviliðsmanna

Í dag fór fram minningarathöfn í Los Angeles um tvo slökkviliðsmenn sem týndu lífi þegar þeir börðust við skógarelda í nágrenni borgarinnar í lok ágúst. Þá breiddust skógareldar stjórnlaust um stórt svæði norður af Los Angeles. Þúsundir þurftu að flýja heimili sín og stórt svæði íbúðabyggðar varð eldunum að bráð.

Hulda starfar einungis í nokkrar vikur í heilbrigðisráðuneytinu

Í síðustu viku var tilkynnt að Hulda Gunnlaugsdóttir myndi taka að sér tímabundna verkefnisstjórnun í heilbrigðisráðuneytinu. Áður hafði verið tilkynnt að hún myndi taka sér ársleyfi frá störfum sem forstjóri Landspítalans en brotthvarf hennar hefur vakið vangaveltur en innan við ár síðan hún tók við sem forstjóri spítalans.

Dorrit ofarlega á lista yfir litríkustu maka þjóðarleiðtoga

Dorrit Moussaieff forsetafrú er í áttunda sæti á lista Time fréttaritsins yfir litríkustu maka þjóðarleiðtoga. Í tímaritinu er því lýst hversu hugmyndarík hún sé og hversu dugleg hún sé að vekja athygli á ýmsu sem Ísland hafi upp á að bjóða, eins og Omega 3 töflur, Latabæ, hnéaðgerðir, heilsulindir vatn á flöskum og lambakjöt. Þá liggi hún almennt ekki á skoðunum sínum.

Skáksveit Salaskóla Norðurlandameistari

Skáksveit Salaskóla í Kópavogi hefur tryggt sér Norðurlandameistaratitil grunnskóla í skák þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Sveitin hefur unnið allar viðureignir sína og á nú aðeins eftir að keppa við aðra sveit heimamanna, en Svíar sendu tvær sveitir til keppni. „Afrek þessarar sveitar eru einstök en hún skartar nú Íslandsmeistaratitli, Norðurlandameistaratitli og heimsmeistaratitli. Ólíklegt er að nokkur skáksveit grunnskóla hafi unnið þvílík afrek,“ segir á heimasíðu Salaskóla.

Ekki búið að bera kennsl á hinn látna

Ekki er búið að bera kennsl á ungan mann sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögregla telur að maðurinn hafi verið á þrítugsaldri. Ekkert er vitað um tildrög, en unnið er að rannsókn málsins.

Segja skýrslu vistheimilisnefndar lögfræðilegan orðaleik

Fólk sem var vistað á Kumbaravogi í æsku er afar ósátt við þann hluta skýrslu vistheimilisnefndar sem fjallar um Kumbaravog. Þau vilja að þessi tiltekni hluti skýrslunnar verði endurskoðaður. Þau segja að játning manns hjá lögreglu um kynferðisbrot hafi verið dregin í efa í skýrslunni. Skýrslan er lögfræðilegur orðaleikur, að mati Maríu Halldórsdóttur.

Óvíst hvort norska stjórnin haldi velli

Alls er óvíst að ríkisstjórn Jens Stoltenbergs haldi velli í þingkosningunum sem fram fara í Noregi í dag. Fyrir aðeins nokkrum dögum var allt útlit fyrir að ríkisstjórn Stoltenbergs félli í kosningum til stórþingsins. Hún hefur þó aðeins braggast í nýjustu skoðanakönnunum sem benda til þess að hún fái áttatíu og fimm til áttatíu og níu af 169 þingsætum.

Þríeykið ákveður sig í vikunni

„Ég reikna með að við finnum út úr þessu einhvern tímann í næstu viku,“ segir Þór Saari. Þingmenn hreyfingarinnar íhuga nú eftir dramatískan landsfund hvort þeir muni starfa áfram fyrir Borgarahreyfinguna.

Lélegir stjórnmálamenn leita á náðir AGS

„Ef þú labbar um með skilti á maganum sem segir ég er hálfviti og kann ekki á hagkerfið mitt þá vill enginn koma með peninga inn í landið,“ segir Jón Daníelsson, hagfræðingur. Hann segir það merki um lélega stjórnmálamenn að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Tólf bresk börn lögð inn á sjúkrahús

12 bresk börn hafa verið lögð inn á sjúkrahús eftir að hafa sýkst af ecoli-bakteríunni í heimsókn á bóndabæ í Surrey. Fjögur barnanna eru sögð alvarlega veik. Þau eru öll undir tíu ára aldri.

Fann 12 ára gamalt skoskt flöskuskeyti

12 ára flöskuskeyti frá Peterhead í Skotlandi fannst í höfninni í Austur Landeyjum í gær. 19 ára gröfumaður sem fann það segist alltaf hafa dreymt um að finna flöskuskeyti og náði í sendandann.

Vonar að þingmennirnir starfi áfram fyrir Borgarahreyfinguna

Varaþingmaðurinn Valgeir Skagfjörð hlaut flest atkvæði í stjórnarkjöri Borgarahreyfingarinnar á fyrsta landsfundi hennar sem haldinn var í gær. Þrír þingmenn hreyfingarinnar gengu út af fundi eftir að lög voru sett var þvert á vilja þeirra. Valgeir segist vona að þingmennirnir þrír haldi áfram að starfa fyrir Borgarahreyfinguna.

Hlaut viðurkenningu sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit

Alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hlaut í gær formlega vottun sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit frá samtökum alþjóðlegra rústabjörgunarsveita sem starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna. 10 manna úttektarteymi frá samtökunum hefur undanfarna daga verið með sveitinni á strangri þriggja daga æfingu á Gufuskálum á Snæfellsnesi sem lauk í gær.

Sjá næstu 50 fréttir