Erlent

Deilur um hund enduðu með hnífstungu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tæplega fimmtugur Dani stakk mann um þrítugt í magann í gærkvöldi eftir deilur um hund þess fyrrnefnda sem hann var að viðra. Mennirnir mættust á götu og var hundaeigandinn á göngu með hund sinn sem var ekki í ól. Yngri maðurinn var ekki sáttur við að hundurinn gengi laus og gerði athugasemd við það. Deildu mennirnir um þetta nokkra stund og fór svo að sá yngri elti hinn heim. Hundaeigandinn fór inn í íbúð sína, náði í hníf og stakk hinn í magann. Hann hringdi svo strax á lögreglu og sjúkrabíl sem komu von bráðar. Sá yngri er úr lífshættu en hundaeigandinn á von á ákæru fyrir tilraun til manndráps.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×