Erlent

Leiðtogarnir takast á í kappræðum

Mynd/AP
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og leiðtogi kristilegra demókrata, mætir Frank Walter Steinmeier, utanríkisráðherra og leiðtogi jafnaðarmanna, í kappræðum í kvöld. Þjóðverjar ganga til þingkosninga eftir hálfan mánuð.

Búist er við að meira en tvær milljónir sjónvarpsáhorfenda muni fylgjast með kappræðunum sem verður 90 mínútna langar.

Kannanir benda til þess að kristilegir demókratar muni bera sigur úr býtum í kosningunum. Kannanir benta til þess að flokkur kanslarans njóti 10 til 12% meira fylgis en flokkur Steinmeirs.

Flokkarnir myndu saman ríkisstjórn 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×