Erlent

23 fyrirmenn hafa framið sjálfsmorð síðustu 18 mánuði

Heilbrigðisráðherra Frakklands hefur boðað yfirmenn franska símafyrirtækisins Telecom á sinn fund eftir helgi vegna þess að 23 starfsmenn fyrirtækisins hafa framið sjálfsmorð á síðustu átján mánuðum.

Trúnaðarmenn tengja þá við árangurstengdar kröfur stjórnenda. Þeir segja aftur á móti að hjá fyrirtækinu séu um eitthundrað þúsund starfsmenn og sjálfsmorðstíðnin sé ekki meiri en gengur og gerist í þjóðfélaginu. Heilbrigðisráðherrann tekur ekki undir það sjónarmið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×