Innlent

Ók niður umferðarskilti á Akureyri

Ekið var á umferðarskilti á Akureyri í gærkvöldi, en ökumaður stakk af á bílnum. Böndin bárust fljótlega að tilteknum manni og þegar lögregla hafði borið saman brot af vettvangi við tjón á bílnum, sem stóð fyrir utan heimili ökumannsins, kom í ljós að brotin voru úr bílnum og var þá haft samband við ökumanninn sem reyndist ölvaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×