Innlent

Ýsan hækkaði í verði síðasta fiskveiðiár

Ýsa hækkaði mun meira á fiskmörkuðum á nýliðnu fiskveiðiári heldur en þorskur þótt hún sé enn talsvert ódýrari en þorskurinn til útflutnings. Hækkun var mest á milli mánaða í júlí, þegar hún mældist 63 prósent samanborið við júlí í fyrra, samkvæmt samantekt Landssambands smábátaeigenda. Þá berast þær fréttir af erlendum mörkuðum að ufsi, sem stundum hefur vefrið nefndur kattamatur, sé nú í hávegum hafður, en hann hefur lengst af verið langódýrastur þessara þriggja tegunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×