Erlent

Bin Laden ávarpar Bandaríkjamenn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Osama bin Laden.
Osama bin Laden.

Barack Obama er ófær um að stöðva stríðsátök í Afganistan. Þetta segir Osama bin Laden í hljóðupptöku sem hann kallar ávarp til bandarísku þjóðarinnar og var gert opinbert af fjölmiðlaarmi al Qaeda-hryðjuverkasamtakanna um helgina. Bin Laden talar beint til Bandaríkjamanna í ávarpi sínu og segir þar meðal annars að nú sé tímabært að þeir leysi sig undan oki ótta, hryðjuverkahugmyndafræði íhaldsins og áróðri Ísraelsmanna sem lagt hafi undir sig landsvæði Palestínumanna. Hann klykkir út með því að segja að ávarpinu sé ætlað að minna Bandaríkjamenn á það hvað olli atburðunum 11. september 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×