Erlent

Dregur úr vinsældum Sarkozy fjórða mánuðinn í röð

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. MyndAP
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. MyndAP
Vinsældir Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, halda áfram að dragast saman fjórða mánuðinn í röð. 44% þátttakenda í skoðanakönnun sem birt var í kvöld segjast vera ánægðir með forsetinn en það er fjórum prósentustigum minna en fyrir mánuði. Vinsældir Sarkozy mældist lengi vel yfir 50%.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er meirihluti Frakka óánægðir með aðgerðir Sarkozy og ríkisstjórnar hans í efnahagsmálum undanfarin misseri. Þeir telja ríkisstjórnina einbeita sér að aðgerðum sem nýtast fyrst og fremst fyrirtækjum og fjármálastofnunum en ekki venjulegu verkafólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×