Erlent

Schwarzenegger minntist fallinna slökkviliðsmanna

Mynd/AP
Í dag fór fram minningarathöfn í Los Angeles um tvo slökkviliðsmenn sem týndu lífi þegar þeir börðust við skógarelda í nágrenni borgarinnar í lok ágúst. Þá breiddust skógareldar stjórnlaust um stórt svæði norður af Los Angeles. Þúsundir þurftu að flýja heimili sín og stór svæði íbúðabyggðar varð eldunum að bráð.

Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri Kaliforníu, minntist mannanna með hlýhug í athöfninni í dag og sagði þá sannar hetjur. Bíll sem slökkviliðsmenn voru í valt niður hlíð nærri Gelason-fjalli í Angeles þjóðgarðinum 30. ágúst.

Skógareldar loga enn en umfang þeirra er mun minna en um mánaðarmótin. Skógareldar eru tíðir á sumrin í Kaliforníuríki en óvanalegt mun að þeir kvikni nærri jafn stórum þéttbýlissvæðum og í þessu tilviki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×