Innlent

Fann 12 ára gamalt skoskt flöskuskeyti

Skoska flöskuskeytið frá Budding Rose PD148.
Skoska flöskuskeytið frá Budding Rose PD148.
12 ára flöskuskeyti frá Peterhead í Skotlandi fannst í höfninni í Austur Landeyjum í gær. 19 ára gröfumaður sem fann það segist alltaf hafa dreymt um að finna flöskuskeyti og náði í sendandann.

Páll Jónsson fann flöskuskeytið þar sem verið er að byggja nýja höfn í Austur Landeyjum. Skeytið sendi togarinn Budding Rose PD148 frá Skotlandi í september 1997. Gat hafði myndast á flöskuna og því lekið smá vatn inn á hana en bréfið var vel læsilegt og finnandi skeytisins vinsamlegast beðinn um að hafa samband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×