Erlent

Á sjöunda hundrað handteknir í Úganda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Harkaleg átök áttu sér stað á götum Kampala.
Harkaleg átök áttu sér stað á götum Kampala.

Að minnsta kosti 640 manns voru handteknir og fjórtán týndu lífinu í óeirðum í Kampala, höfuðborg Austur-Afríkuríkisins Úganda, um helgina. Átök brutust út milli stuðningsmanna Yoweri Museveni, forseta landsins, og Baganda-ættbálksins þegar stjórnvöld lýstu því yfir að þau myndu ekki heimila leiðtoga ættbálksins að heimsækja hérað sem lýtur stjórn uppreisnarmanna. Baganda-ættbálkurinn og Museveni forseti hafa um langt árabil eldað grátt silfur, einkum vegna deilna um yfirráð ýmissa landsvæða í Úganda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×