Innlent

Leita af leiguhúsnæði til að hýsa fanga

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Stofnunin leitar af leiguhúsnæði til að hýsa fanga.
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Stofnunin leitar af leiguhúsnæði til að hýsa fanga.
Rúmlega 1600 manns eru á biðlista um afplánun vararefsingar í fangelsi vegna ógreiddra fésekta samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar. Útistandandi sektir nema tæpum milljarði króna og öll fangelsi landsins eru yfirfull.

Í úttekt Ríkisendurskoðunar á eftirliti og innheimtu sekta og sakarkostnaðar kemur fram að fjölga þurfi verulega fangelsisrýmum svo unnt sé að fullnusta vararefsingar fésekta með fangelsi.

Erna Jónmundardóttir hjá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar segir erfitt að boða fólk í fangelsi til að afplána vararefsingu vegna plássleysis. Útistandandi sektir nemi tæpum milljarði króna. Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar segir brýnt að bregðast við þessu.

Fjöldi krafna fyrndist eða er jafnvel afskrifaður vegna plássleysis í fangelsum. En það eru fleiri sem bíða eftir fangelsisafplánun.

Páll segir að verið sé að kanna mögulegt leiguhúsnæði til að hýsa fanga og jafnvel rafrænt eftirlit. En fjórðungur fanga í íslenskum fangelsum eru erlendir ríkisborgarar. Páll segir flókið lagalegt ferli að framselja þá til sinna heimalanda en það væri draumalausnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×