Innlent

Einkaþota sem var í eigu Baugs tekin yfir

Flugvél að gerðinni Dassault Falcon.
Flugvél að gerðinni Dassault Falcon.
GE Capital, dótturfélag General Electric, hefur tekið yfir einkaþotu sem var í eigu dótturfélags Baugs en fyrirtækið átti veð í vélinni. Verðmat vélarinnar er í kringum tveir og hálfur milljarður íslenskra króna.

Vélin sem hefur gengið undir nafninu 101 er hin glæsilegasta og af gerðinni Dassault Falcon. Hún er tæplega tveggja ára gömul og tekur átta farþega en svefnpláss er í vélinni fyrir fjóra til fimm. Hún kemst í 45 þúsund feta hæð en til samanburðar fara Boeing 757 vélar Icelandair hæst í 42 þúsund feta hæð. Í vélinni eru öll helstu þægindi, s.s. gervihnattasími, geislaspilari og dvd spilari.

Glæsivélin var í eigu dótturfélags Baugs, BG aviation, og hefur að mestu leyti verið notuð af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Í febrúar á þessu ári bárust fréttir af því að hægt væri að leigja vélina en síðan fór að halla undan fæti og móðurfélagið Baugur var lýst gjaldþrota. Félagið GE Capital, sem er dótturfélag General Electric, tók því vélina yfir fyrir skömmu en félagið hafði lánað BG Aviation fyrir kaupunum og nam veðsetning vélarinnar um 90%.

Markaður fyrir einkaþotur er mjög fljótandi og er hætta á að þær falli í verði í slæmu árferði. Verðmat vélarinnar er þó í kringum 20 milljón dollarar, eða tæplega tveir og hálfur milljarður íslenskra króna.

Flugvél að gerðinni Dassault Falcon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×