Fleiri fréttir Hafði áður ráðist á stelpuna Ein stúlknanna sem réðst að fimmtán ára gamalli stúlku með fólskulegum hætti og lamdi hana í Heiðmörk hefur áður ráðist að stelpunni og lamið hana. Það var fyrir tveimur vikum síðan. Þetta staðfestir Hrönn Óskarsdóttir, systir árásarþolans, í samtali við fréttastofu. 30.4.2009 21:58 Greiða Geira á Goldfinger 800 þúsund í skaðabætur Hæstiréttur dæmdi í dag Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur til að greiða Ásgeiri Þór Davíðssyni, betur þekktum sem Geira á Goldfinger, 800 þúsund krónur í skaðabætur með dráttarvöxtum vegna ummæla sem skrifuð voru í tímaritið Ísafold um veitingastaðinn Goldfinger sem Ásgeir rekur. Þá skyldu ummæli í greininni dæmd ómerk. 30.4.2009 20:39 Spá 40% verðhækkun á áli Verð á áli gæti hækkað um 40% undir lok ársins, samkvæmt spá sem Bloomberg fréttastofan birti í dag. Vitnað er til sérfræðinga sem telja að vaxandi eftirspurn muni vega upp offramboð á áli og vísað til þess að álnotkun hafi aukist hratt á fyrstu mánuðum þessa árs. 30.4.2009 19:02 Utanríkisráðuneytið varar við ferðum til Mexíkó Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Mexíkó nema brýna nauðsyn beri til vegna svínainflúensu (H1N1), sem komið hefur upp þar í landi og smitast manna á milli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 30.4.2009 17:37 Viðhald flugvéla eflist með falli krónu Aldrei fyrr hafa jafnmargir flugvirkjar verið að störfum hérlendis. Viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur ekki undan að sinna verkefnum fyrir erlend flugfélög. 30.4.2009 18:45 Dómskerfið ekki hliðhollt blaðamönnum „Það eina sem við vorum að gera var að skoða skilgreininguna á mansali og bera hana saman við raunveruleikann á Íslandi með því að tala við fólk sem hefur starfað í þessum bransa," segir Jón Trausti Reynisson. 30.4.2009 23:00 Dekk sprungu á Fokker í lendingu Tvö dekk sprungu á Fokker flugvél sem var að lenda á flugvellinum í Reykjavík klukkan sjö í kvöld Tuttugu og sjö voru um borð í flugvélinni en engan sakaði að sögn slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns sem fréttastofa talaði við. 30.4.2009 20:14 Þunglyndi eykst í kreppunni Kreppan hefur leitt til þess að tilfellum um alvarlegt þunglyndi hefur fjölgað. Einnig má merkja aukningu í sjálfsvígshugsunum hjá þeim sem verst eru haldnir, segir sálfræðingur, sem telur brýnt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. 30.4.2009 19:23 Vökunætur fara í hönd Tími vökunátta fer í hönd í sveitum landsins nú þegar sauðburður er að hefjast. Kristján Már leit á nýborin lömb í fjárhúsum suður með sjó. 30.4.2009 19:21 Hraðbankaþjófar handteknir Mennirnir fjórir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að og lýsti eftir vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota í hraðbanka og verslanir undanfarna daga voru handteknir í gær. Þrír mannanna voru handteknir í Leifsstöð þegar einn þeirra var á leið úr landi og sá fjórði gaf sig fram við lögreglu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir. 30.4.2009 18:50 Áhyggjufullir svínabændur Svínabændur hafa áhyggjur af því að ef svínaflensa greinist hér á landi þá berist hún frá mönnum í svín. Svínabúin eru þó nokkuð lokuð sem getur hjálpað þeim að koma í veg fyrir að svo fari. 30.4.2009 18:45 Ráðherra undirritaði reglugerð um almannavarna- og öryggismálaráð Forsætisráðherra undirritaði í dag reglugerð um starfshætti almannavarna- og öryggismálaráðs sem skipað er samkvæmt 4 grein laga um almannavarnir. Ráðið kemur saman eftir þörfum og 30.4.2009 17:33 Svínaflensa verður inflúensa A Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að breyta nafni á flensuveirunni sem nú breiðist út um heiminn úr svínaflensu í inflúensu A (H1N1). Þetta er gert til þess að koma til móts við sjónarmið frá kjötframleiðendum og stjórnvöldum sem hafa áhyggjur af þessari nafngift. Engar vísbendingar hafa fundist um að svínaflensan smitist með neyslu svínakjöts. 30.4.2009 17:11 Reynir ritstjóri í Hæstarétti: Braut áfengislög Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem dæmdur var til fjársektar vegna brota á áfenigislögum. Þrjár áfengisauglýsingar birtust í tímaritinu Mannlíf og fylgiriti þess undir ritstjórn Reynis sem hélt því fram að ekki hefði verið um auglýsingar að ræða, heldur umfjallanir um áfengi. Hæstiréttur var hinsvegar ekki á því máli. 30.4.2009 16:45 Sundlaugaperri fékk skilorðbundinn dóm í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag erlendan karlmann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að leita ítrekað á átta ungar stúlkur í sundlaug í Keflavík og fróa sér fyrir framan þær í janúar og febrúar á síðasta ári. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í júní 2008 en gerði manninum að greiða hærri sakarkostnað. Héraðsdómur dæmdi manninn til að greiða 1,1 milljón króna en Hæstiréttur hækkaði upphæðina í rúmlega 1,6 milljón. 30.4.2009 16:31 Breskir hermenn yfirgefa Írak Í dag yfirgáfu breskir hermenn borgina Basra í suðurhluta landsins og færast völdin þar með í hendur Bandaríkjamanna. Um tíma var barist harkalega í borginni sem var helsta miðstöð breska hersins í landinu. 30.4.2009 16:03 Móðir Heiðmerkurhrotta: „Þetta er bara rosalegt" „Ég get bara sagt þér það að ég var ekki búin að heyra neitt af þessu nema úti í bæ," sagði móðir unglingsstúlku sem er sökuð um að vera ein af sjö árásamönnum sem gengu hrottalega í skrokk á fimmtán ára stúlku í gær. 30.4.2009 15:56 Heiðmerkurhrottarnir ekki yfirheyrðir Allar stúlkurnar sem hafa verið kærðar fyrir að ganga í skrokk á fimmtán ára stúlku í Heiðmörk í gær gáfu sig fram við lögregluna í hádeginu. Þær fóru síðar án þess að skýrsla væri tekin af þeim. Þegar haft var samband við yfirlögregluþjóninn Friðrik Smára Björgvinsson sagði hann að málið myndi fara sömu leið og sakamál gegn lögráða einstaklingum, enda eru þær sakhæfar. Aftur á móti þarf að kalla til foreldri eða barnaverndaryfirvöld þegar skýrsla er tekin af ungmennum undir átján ára aldri. Fórnalamb stúlknanna er búið að kæra árásina. Skýrslutöku er nýlokið. Stúlkurnar gengu í skrokk á fimmtán ára stelpu í Heiðmörk í gær eftir að hafa lokkað hana upp í bíl. Ástæðan á að hafa verið sú að fórnarlambið á að hafa skrifað eitthvað á netið sem þeim mislíkaði. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu tvær stúlkur sig mest frammi í málinu. Reynt var að hafa uppi á foreldrum stúlknanna án árangurs. Báðar stúlkurnar sem eiga að bera höfuðsökina eru nemar í Flensborg. 30.4.2009 15:31 Gagnrýna hægagang í stjórnarmyndunarviðræðum Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar lýsir áhyggjum sínum af hægagangi í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum og því sem þingflokkurinn kallar foringjastjórnmál. Þingmennirnir hvetja til víðtækara samráðs við nýkjörið þing sem þeir vilja að verði kallað saman hið fyrsta. 30.4.2009 15:21 Ný ríkisstjórn ekki mynduð á morgun Engar líkur eru á því að ný ríkisstjórn verði mynduð í dag. Þá eru hverfandi líkur á því að flokkarnir nái saman á morgun og myndi hina umtöluðu 1.maí ríkisstjórn. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem var á rúntinum með Steingrími Jóhanni Sigfússyni formanni þegar fréttastofa heyrði í henni hljóðið. 30.4.2009 14:38 Katrín um launamál Rúv: Vel í lagt hjá efstu mönnum Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að vinna sé þegar hafin við endurskoðun á þjónustusamningi við Rúv og meðal annars sé verið að skoða launauppbygginguna innan félagsins. Í árshlutauppgjöri Rúv frá 1.september til loka febrúar á þessu ári kemur fram að tap félagsins sé rúmar 365 milljónir króna. Páll Magnússon útvarpsstjóri fær rúma 1,5 milljón króna á mánuði. Katrin segir vel í lagt hjá efstu mönnum. 30.4.2009 14:14 Hollenskir sparifjáreigendur ætla að kæra Ísland sjötta maí Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ítrekað kröfur sínar til Jóhönnu Sigurðardóttur um að lausn verði fundin á málum þeirra. Að öðrum kosti verður lögð fram kæra gegn íslenska ríkinu þann 6. maí næstkomandi hjá Eftirlitsstofnun EFTA og hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 30.4.2009 13:26 París teygir sig til hafs París, höfuðborg Frakklands, mun á næstu tveimur áratugum teygja sig alla leið til hafs og liggja þá að Ermarsundi. Nicolas Sarkozy forseti kynnti þessa hugmynd nú í vikunni og útfærslu hennar sem var í höndum arkitektsins Antoine Grumbach. 30.4.2009 12:45 Ók inn í hóp fólks í skrúðgöngu Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem var að hylla hollensku konungsfjölskylduna. Beatrix drottning og fleiri úr fjölskyldunni óku um í opnum strætisvagni um götur smábæjarins Apeldoorn og er talið að ökumaðinn hafi ætlað sér að aka á vagninn. 30.4.2009 12:44 Seilast í vasa skattborgara eftir misheppnaða viðskiptahugmynd Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi segir að bærinn ætli ekki að verða við kröfum um riftun á mörg hundruð milljóna kaupsamningi sem gerður var við byggingafélagið Þyrpingu. Hann segir að Þyrping ætli að reyna að sækja fórnarkostnaðinn af misheppnaðri viðskiptahugmynd í vasa skattborgara á Seltjarnarnesi. 30.4.2009 12:35 Rekstur RÚV á áætlun Ríkisútvarpið tapaði 365 milljónum króna á sex mánaða tímabili frá byrjun september til loka febrúarmánaðar síðastliðins. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem birtur var í dag. Aukinn fjármagnskostnaður skýrir tapið segir útvarpsstjóri. Hann segir rekstur RÚV vera á áætlun. 30.4.2009 12:20 Svínaflensan: Þrjátíu einstaklingar verið rannsakaðir hér á landi Hátt í þrjátíu einstaklingar hafa verið rannnsakaðir hér á landi þar sem grunur hefur leikið á að þeir væru með svínaflensu. Enginn hefur þó reynst vera smitaður. Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Um er að ræða fólk sem nýkomið er frá Bandaríkjunum eða Mexíkó en einnig fólk sem hefur sýnt ákveðin flensueinkenni og því hefur þótt rétt að rannsaka hvort um svínaflensu væri að ræða. 30.4.2009 11:42 Leyfi Bolla Þórs framlengt um mánuð Tímabundið leyfi sem ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu fékk þegar að ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við í febrúar hefur verið framlengt út maí. 30.4.2009 11:14 Frjálslyndi flokkurinn starfi áfram Guðjón Arnar Kristjánsson telur að Frjálslyndi flokkurinn eigi að starfa áfram. Hann hyggst ekki víkja sem formaður flokksins. Miðstjórn Frjálslynda flokksins kemur saman til fundar í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin eftir þingkosningarnar á laugardaginn þegar flokkurinn þurrkaðist út af þingi. 30.4.2009 11:00 Fyrsta staðfesta svínaflensutilfellið í Hollandi Holland hefur bæst í hóp þeirra ríkja þar sem svínaflensan sem á uppruna sinn í Mexíkó hefur gert vart við sig. Um er að ræða þriggja ára gamalt barn en hollenska heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest málið. 30.4.2009 10:17 Árni vegur ómaklega að flokkssystkinum sínum í Árborg Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Árborg, segir fásinnu að sjálfstæðismenn í Árborg hafi tekið þátt í atlögu gegn Árna Johnsen þar sem kjósendur hafi verið hvattir til að strika yfir nafn Árna í kosningunum síðastliðinn laugardag. Hann segir Árna vega ómaklega að flokkssystkinum sínum. Þetta kemur á fréttavefnum Sunnlending. 30.4.2009 10:08 Heiðmerkurhrottar kærðir í dag Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. 30.4.2009 09:51 Bandaríkjamenn fitna í kreppunni Rúmlega 40 prósent vinnandi fólks í Bandaríkjunum hafa þyngst þrátt fyrir lækkandi laun og versnandi efnahagsástand. Þetta sýnir ný könnun vinnumiðlunar nokkurrar en könnunin náði til tæplega 4.500 manns sem enn eru í fullu starfi. 30.4.2009 08:55 Elsta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum Vísindamenn komu í síðustu viku auga á elsta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum. 30.4.2009 08:30 Fjarstýrð þyrla olli usla í indverska þinginu Neyðarástandi var lýst yfir í indverska þinghúsinu í gær þegar óvenjulegur vágestur birtist þar fyrirvaralaust. 30.4.2009 08:23 Bretar óánægðir með BT Breska fjarskiptafyrirtækið British Telecommunications nýtur minnstra vinsælda meðal þarlendra símnotenda samkvæmt nýrri könnun. BT var í einokunaraðstöðu þar til snemma á tíunda áratug síðustu aldar og hefur töluvert hallað undan fæti síðan samkeppni hófst á markaðnum. 30.4.2009 08:19 Mexíkóar frá vinnu fram á þriðjudag Öll vinna í Mexíkó, að undanskilinni nauðsynlegustu starfsemi, mun liggja niðri frá morgundeginum og fram á þriðjudag til að sporna við því að svínaflensan breiðist enn frekar út. Fólk er beðið að halda sig heima við og allt samkomuhald hefur verið bannað. 30.4.2009 07:25 París mun ná út að Ermarsundi París, höfuðborg Frakklands, mun á næstu tveimur áratugum teygja sig alla leið til hafs og liggja þá að Ermarsundi. Nicolas Sarkozy forseti kynnti þessa hugmynd nú í vikunni og útfærslu hennar sem var í höndum arkitektsins Antoine Grumbach. 30.4.2009 07:23 Flestir fjallvegir lokaðir vegna aurbleytu Vegagerðin hefur lokað öllum fjallvegum nema upp í Snæfell og að Langjökli úr Húsafelli. Frost er nú að fara úr jörðu á hálendinu og mikil aurbleyta í vegunum, sem ekki eru uppbyggðir eins og þjóðvegir. Við slíkar aðstæður eru þeir meira og minna ófærir og hætt við utanvegaakstri. 30.4.2009 07:16 Flatskjá stolið úr sumarbústað Brotist var inn í sumarbústað í Grímsnesi einhvern tímann í vikunni og þaðan stolið 50 tommu flatskjá. Þjófurinn hreyfði ekki við neinu öðru en í bústaðnum var meðal annars áfengi og margvísleg verðmæti. Þjófurinn og skjárinn eru ófundnir. 30.4.2009 07:14 Ekið á tvö hross Jeppa var ekið á tvö hross á Skeiðavegi í Árnessýslu á ellefta tímanum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að annað hrossið drapst samstundis en hitt meiddist talsvert. 30.4.2009 07:12 Þór sjósettur í Chile í gær Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar var sjósett í skipasmíðastöð í Chile í gær og gefið nafnið Þór. Smíðinni verður þó ekki lokið fyrr en snemma á næsta ári. 30.4.2009 07:05 Allir vilja launin í evrum Allir starfsmenn CCP á Íslandi fá nú greitt í evrum. „Við tilkynntum í október síðastliðnum að starfsmönnum stæði þetta til boða frá og með 1. janúar,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. „Þá ákváðu flestir að nýta sér það og nú í apríl er þannig komið að við greiðum öllum í evrum en lítill hluti hefur valið að fá helming launa sinna í krónum.“ 30.4.2009 06:00 Stefnir í að lögreglumönnum fækki í maí Fáist ekki auknar fjárveitingar munu 20 lögreglumenn láta af störfum um miðjan maí. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins heldur í vonina um að fé fáist til að endurráða hópinn. Verður skoðað um mánaðamót segir dómsmálaráðherra. 30.4.2009 05:30 Verði kært til ríkislögreglustjóra Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú hugsanleg skattabrot félags og býst við að kæra málið til ríkislögreglustjóra. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir þetta mál vera hluta af stærra máli. Það teygi anga sína til Lúxemborgar, eins og mörg önnur mál sem tengjast bankahruninu. Lengra komist rannsókn slíkra mála ekki, vegna bankaleyndar þar ytra. 30.4.2009 05:30 Sjá næstu 50 fréttir
Hafði áður ráðist á stelpuna Ein stúlknanna sem réðst að fimmtán ára gamalli stúlku með fólskulegum hætti og lamdi hana í Heiðmörk hefur áður ráðist að stelpunni og lamið hana. Það var fyrir tveimur vikum síðan. Þetta staðfestir Hrönn Óskarsdóttir, systir árásarþolans, í samtali við fréttastofu. 30.4.2009 21:58
Greiða Geira á Goldfinger 800 þúsund í skaðabætur Hæstiréttur dæmdi í dag Jón Trausta Reynisson og Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur til að greiða Ásgeiri Þór Davíðssyni, betur þekktum sem Geira á Goldfinger, 800 þúsund krónur í skaðabætur með dráttarvöxtum vegna ummæla sem skrifuð voru í tímaritið Ísafold um veitingastaðinn Goldfinger sem Ásgeir rekur. Þá skyldu ummæli í greininni dæmd ómerk. 30.4.2009 20:39
Spá 40% verðhækkun á áli Verð á áli gæti hækkað um 40% undir lok ársins, samkvæmt spá sem Bloomberg fréttastofan birti í dag. Vitnað er til sérfræðinga sem telja að vaxandi eftirspurn muni vega upp offramboð á áli og vísað til þess að álnotkun hafi aukist hratt á fyrstu mánuðum þessa árs. 30.4.2009 19:02
Utanríkisráðuneytið varar við ferðum til Mexíkó Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum að ferðast ekki til Mexíkó nema brýna nauðsyn beri til vegna svínainflúensu (H1N1), sem komið hefur upp þar í landi og smitast manna á milli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. 30.4.2009 17:37
Viðhald flugvéla eflist með falli krónu Aldrei fyrr hafa jafnmargir flugvirkjar verið að störfum hérlendis. Viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur ekki undan að sinna verkefnum fyrir erlend flugfélög. 30.4.2009 18:45
Dómskerfið ekki hliðhollt blaðamönnum „Það eina sem við vorum að gera var að skoða skilgreininguna á mansali og bera hana saman við raunveruleikann á Íslandi með því að tala við fólk sem hefur starfað í þessum bransa," segir Jón Trausti Reynisson. 30.4.2009 23:00
Dekk sprungu á Fokker í lendingu Tvö dekk sprungu á Fokker flugvél sem var að lenda á flugvellinum í Reykjavík klukkan sjö í kvöld Tuttugu og sjö voru um borð í flugvélinni en engan sakaði að sögn slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns sem fréttastofa talaði við. 30.4.2009 20:14
Þunglyndi eykst í kreppunni Kreppan hefur leitt til þess að tilfellum um alvarlegt þunglyndi hefur fjölgað. Einnig má merkja aukningu í sjálfsvígshugsunum hjá þeim sem verst eru haldnir, segir sálfræðingur, sem telur brýnt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða. 30.4.2009 19:23
Vökunætur fara í hönd Tími vökunátta fer í hönd í sveitum landsins nú þegar sauðburður er að hefjast. Kristján Már leit á nýborin lömb í fjárhúsum suður með sjó. 30.4.2009 19:21
Hraðbankaþjófar handteknir Mennirnir fjórir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði að og lýsti eftir vegna ítrekaðra tilrauna til innbrota í hraðbanka og verslanir undanfarna daga voru handteknir í gær. Þrír mannanna voru handteknir í Leifsstöð þegar einn þeirra var á leið úr landi og sá fjórði gaf sig fram við lögreglu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir. 30.4.2009 18:50
Áhyggjufullir svínabændur Svínabændur hafa áhyggjur af því að ef svínaflensa greinist hér á landi þá berist hún frá mönnum í svín. Svínabúin eru þó nokkuð lokuð sem getur hjálpað þeim að koma í veg fyrir að svo fari. 30.4.2009 18:45
Ráðherra undirritaði reglugerð um almannavarna- og öryggismálaráð Forsætisráðherra undirritaði í dag reglugerð um starfshætti almannavarna- og öryggismálaráðs sem skipað er samkvæmt 4 grein laga um almannavarnir. Ráðið kemur saman eftir þörfum og 30.4.2009 17:33
Svínaflensa verður inflúensa A Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að breyta nafni á flensuveirunni sem nú breiðist út um heiminn úr svínaflensu í inflúensu A (H1N1). Þetta er gert til þess að koma til móts við sjónarmið frá kjötframleiðendum og stjórnvöldum sem hafa áhyggjur af þessari nafngift. Engar vísbendingar hafa fundist um að svínaflensan smitist með neyslu svínakjöts. 30.4.2009 17:11
Reynir ritstjóri í Hæstarétti: Braut áfengislög Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Reyni Traustasyni ritstjóra DV sem dæmdur var til fjársektar vegna brota á áfenigislögum. Þrjár áfengisauglýsingar birtust í tímaritinu Mannlíf og fylgiriti þess undir ritstjórn Reynis sem hélt því fram að ekki hefði verið um auglýsingar að ræða, heldur umfjallanir um áfengi. Hæstiréttur var hinsvegar ekki á því máli. 30.4.2009 16:45
Sundlaugaperri fékk skilorðbundinn dóm í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag erlendan karlmann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að leita ítrekað á átta ungar stúlkur í sundlaug í Keflavík og fróa sér fyrir framan þær í janúar og febrúar á síðasta ári. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í júní 2008 en gerði manninum að greiða hærri sakarkostnað. Héraðsdómur dæmdi manninn til að greiða 1,1 milljón króna en Hæstiréttur hækkaði upphæðina í rúmlega 1,6 milljón. 30.4.2009 16:31
Breskir hermenn yfirgefa Írak Í dag yfirgáfu breskir hermenn borgina Basra í suðurhluta landsins og færast völdin þar með í hendur Bandaríkjamanna. Um tíma var barist harkalega í borginni sem var helsta miðstöð breska hersins í landinu. 30.4.2009 16:03
Móðir Heiðmerkurhrotta: „Þetta er bara rosalegt" „Ég get bara sagt þér það að ég var ekki búin að heyra neitt af þessu nema úti í bæ," sagði móðir unglingsstúlku sem er sökuð um að vera ein af sjö árásamönnum sem gengu hrottalega í skrokk á fimmtán ára stúlku í gær. 30.4.2009 15:56
Heiðmerkurhrottarnir ekki yfirheyrðir Allar stúlkurnar sem hafa verið kærðar fyrir að ganga í skrokk á fimmtán ára stúlku í Heiðmörk í gær gáfu sig fram við lögregluna í hádeginu. Þær fóru síðar án þess að skýrsla væri tekin af þeim. Þegar haft var samband við yfirlögregluþjóninn Friðrik Smára Björgvinsson sagði hann að málið myndi fara sömu leið og sakamál gegn lögráða einstaklingum, enda eru þær sakhæfar. Aftur á móti þarf að kalla til foreldri eða barnaverndaryfirvöld þegar skýrsla er tekin af ungmennum undir átján ára aldri. Fórnalamb stúlknanna er búið að kæra árásina. Skýrslutöku er nýlokið. Stúlkurnar gengu í skrokk á fimmtán ára stelpu í Heiðmörk í gær eftir að hafa lokkað hana upp í bíl. Ástæðan á að hafa verið sú að fórnarlambið á að hafa skrifað eitthvað á netið sem þeim mislíkaði. Samkvæmt heimildum Vísis höfðu tvær stúlkur sig mest frammi í málinu. Reynt var að hafa uppi á foreldrum stúlknanna án árangurs. Báðar stúlkurnar sem eiga að bera höfuðsökina eru nemar í Flensborg. 30.4.2009 15:31
Gagnrýna hægagang í stjórnarmyndunarviðræðum Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar lýsir áhyggjum sínum af hægagangi í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum og því sem þingflokkurinn kallar foringjastjórnmál. Þingmennirnir hvetja til víðtækara samráðs við nýkjörið þing sem þeir vilja að verði kallað saman hið fyrsta. 30.4.2009 15:21
Ný ríkisstjórn ekki mynduð á morgun Engar líkur eru á því að ný ríkisstjórn verði mynduð í dag. Þá eru hverfandi líkur á því að flokkarnir nái saman á morgun og myndi hina umtöluðu 1.maí ríkisstjórn. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem var á rúntinum með Steingrími Jóhanni Sigfússyni formanni þegar fréttastofa heyrði í henni hljóðið. 30.4.2009 14:38
Katrín um launamál Rúv: Vel í lagt hjá efstu mönnum Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að vinna sé þegar hafin við endurskoðun á þjónustusamningi við Rúv og meðal annars sé verið að skoða launauppbygginguna innan félagsins. Í árshlutauppgjöri Rúv frá 1.september til loka febrúar á þessu ári kemur fram að tap félagsins sé rúmar 365 milljónir króna. Páll Magnússon útvarpsstjóri fær rúma 1,5 milljón króna á mánuði. Katrin segir vel í lagt hjá efstu mönnum. 30.4.2009 14:14
Hollenskir sparifjáreigendur ætla að kæra Ísland sjötta maí Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ítrekað kröfur sínar til Jóhönnu Sigurðardóttur um að lausn verði fundin á málum þeirra. Að öðrum kosti verður lögð fram kæra gegn íslenska ríkinu þann 6. maí næstkomandi hjá Eftirlitsstofnun EFTA og hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 30.4.2009 13:26
París teygir sig til hafs París, höfuðborg Frakklands, mun á næstu tveimur áratugum teygja sig alla leið til hafs og liggja þá að Ermarsundi. Nicolas Sarkozy forseti kynnti þessa hugmynd nú í vikunni og útfærslu hennar sem var í höndum arkitektsins Antoine Grumbach. 30.4.2009 12:45
Ók inn í hóp fólks í skrúðgöngu Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar bíl var ekið inn í hóp fólks sem var að hylla hollensku konungsfjölskylduna. Beatrix drottning og fleiri úr fjölskyldunni óku um í opnum strætisvagni um götur smábæjarins Apeldoorn og er talið að ökumaðinn hafi ætlað sér að aka á vagninn. 30.4.2009 12:44
Seilast í vasa skattborgara eftir misheppnaða viðskiptahugmynd Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi segir að bærinn ætli ekki að verða við kröfum um riftun á mörg hundruð milljóna kaupsamningi sem gerður var við byggingafélagið Þyrpingu. Hann segir að Þyrping ætli að reyna að sækja fórnarkostnaðinn af misheppnaðri viðskiptahugmynd í vasa skattborgara á Seltjarnarnesi. 30.4.2009 12:35
Rekstur RÚV á áætlun Ríkisútvarpið tapaði 365 milljónum króna á sex mánaða tímabili frá byrjun september til loka febrúarmánaðar síðastliðins. Þetta kemur fram í árshlutareikningi sem birtur var í dag. Aukinn fjármagnskostnaður skýrir tapið segir útvarpsstjóri. Hann segir rekstur RÚV vera á áætlun. 30.4.2009 12:20
Svínaflensan: Þrjátíu einstaklingar verið rannsakaðir hér á landi Hátt í þrjátíu einstaklingar hafa verið rannnsakaðir hér á landi þar sem grunur hefur leikið á að þeir væru með svínaflensu. Enginn hefur þó reynst vera smitaður. Þetta segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Um er að ræða fólk sem nýkomið er frá Bandaríkjunum eða Mexíkó en einnig fólk sem hefur sýnt ákveðin flensueinkenni og því hefur þótt rétt að rannsaka hvort um svínaflensu væri að ræða. 30.4.2009 11:42
Leyfi Bolla Þórs framlengt um mánuð Tímabundið leyfi sem ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu fékk þegar að ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við í febrúar hefur verið framlengt út maí. 30.4.2009 11:14
Frjálslyndi flokkurinn starfi áfram Guðjón Arnar Kristjánsson telur að Frjálslyndi flokkurinn eigi að starfa áfram. Hann hyggst ekki víkja sem formaður flokksins. Miðstjórn Frjálslynda flokksins kemur saman til fundar í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin eftir þingkosningarnar á laugardaginn þegar flokkurinn þurrkaðist út af þingi. 30.4.2009 11:00
Fyrsta staðfesta svínaflensutilfellið í Hollandi Holland hefur bæst í hóp þeirra ríkja þar sem svínaflensan sem á uppruna sinn í Mexíkó hefur gert vart við sig. Um er að ræða þriggja ára gamalt barn en hollenska heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest málið. 30.4.2009 10:17
Árni vegur ómaklega að flokkssystkinum sínum í Árborg Ólafur Hafsteinn Jónsson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Árborg, segir fásinnu að sjálfstæðismenn í Árborg hafi tekið þátt í atlögu gegn Árna Johnsen þar sem kjósendur hafi verið hvattir til að strika yfir nafn Árna í kosningunum síðastliðinn laugardag. Hann segir Árna vega ómaklega að flokkssystkinum sínum. Þetta kemur á fréttavefnum Sunnlending. 30.4.2009 10:08
Heiðmerkurhrottar kærðir í dag Stúlkurnar sem námu 15 ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk í gær verða kærðar í dag, segir Hrönn Óskarsdóttir, systir fórnarlambsins. Fjölskyldan hefur fengið afar sterk viðbrögð í kjölfar árásarinnar. 30.4.2009 09:51
Bandaríkjamenn fitna í kreppunni Rúmlega 40 prósent vinnandi fólks í Bandaríkjunum hafa þyngst þrátt fyrir lækkandi laun og versnandi efnahagsástand. Þetta sýnir ný könnun vinnumiðlunar nokkurrar en könnunin náði til tæplega 4.500 manns sem enn eru í fullu starfi. 30.4.2009 08:55
Elsta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum Vísindamenn komu í síðustu viku auga á elsta fyrirbæri sem sést hefur í alheiminum. 30.4.2009 08:30
Fjarstýrð þyrla olli usla í indverska þinginu Neyðarástandi var lýst yfir í indverska þinghúsinu í gær þegar óvenjulegur vágestur birtist þar fyrirvaralaust. 30.4.2009 08:23
Bretar óánægðir með BT Breska fjarskiptafyrirtækið British Telecommunications nýtur minnstra vinsælda meðal þarlendra símnotenda samkvæmt nýrri könnun. BT var í einokunaraðstöðu þar til snemma á tíunda áratug síðustu aldar og hefur töluvert hallað undan fæti síðan samkeppni hófst á markaðnum. 30.4.2009 08:19
Mexíkóar frá vinnu fram á þriðjudag Öll vinna í Mexíkó, að undanskilinni nauðsynlegustu starfsemi, mun liggja niðri frá morgundeginum og fram á þriðjudag til að sporna við því að svínaflensan breiðist enn frekar út. Fólk er beðið að halda sig heima við og allt samkomuhald hefur verið bannað. 30.4.2009 07:25
París mun ná út að Ermarsundi París, höfuðborg Frakklands, mun á næstu tveimur áratugum teygja sig alla leið til hafs og liggja þá að Ermarsundi. Nicolas Sarkozy forseti kynnti þessa hugmynd nú í vikunni og útfærslu hennar sem var í höndum arkitektsins Antoine Grumbach. 30.4.2009 07:23
Flestir fjallvegir lokaðir vegna aurbleytu Vegagerðin hefur lokað öllum fjallvegum nema upp í Snæfell og að Langjökli úr Húsafelli. Frost er nú að fara úr jörðu á hálendinu og mikil aurbleyta í vegunum, sem ekki eru uppbyggðir eins og þjóðvegir. Við slíkar aðstæður eru þeir meira og minna ófærir og hætt við utanvegaakstri. 30.4.2009 07:16
Flatskjá stolið úr sumarbústað Brotist var inn í sumarbústað í Grímsnesi einhvern tímann í vikunni og þaðan stolið 50 tommu flatskjá. Þjófurinn hreyfði ekki við neinu öðru en í bústaðnum var meðal annars áfengi og margvísleg verðmæti. Þjófurinn og skjárinn eru ófundnir. 30.4.2009 07:14
Ekið á tvö hross Jeppa var ekið á tvö hross á Skeiðavegi í Árnessýslu á ellefta tímanum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að annað hrossið drapst samstundis en hitt meiddist talsvert. 30.4.2009 07:12
Þór sjósettur í Chile í gær Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar var sjósett í skipasmíðastöð í Chile í gær og gefið nafnið Þór. Smíðinni verður þó ekki lokið fyrr en snemma á næsta ári. 30.4.2009 07:05
Allir vilja launin í evrum Allir starfsmenn CCP á Íslandi fá nú greitt í evrum. „Við tilkynntum í október síðastliðnum að starfsmönnum stæði þetta til boða frá og með 1. janúar,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. „Þá ákváðu flestir að nýta sér það og nú í apríl er þannig komið að við greiðum öllum í evrum en lítill hluti hefur valið að fá helming launa sinna í krónum.“ 30.4.2009 06:00
Stefnir í að lögreglumönnum fækki í maí Fáist ekki auknar fjárveitingar munu 20 lögreglumenn láta af störfum um miðjan maí. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins heldur í vonina um að fé fáist til að endurráða hópinn. Verður skoðað um mánaðamót segir dómsmálaráðherra. 30.4.2009 05:30
Verði kært til ríkislögreglustjóra Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú hugsanleg skattabrot félags og býst við að kæra málið til ríkislögreglustjóra. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir þetta mál vera hluta af stærra máli. Það teygi anga sína til Lúxemborgar, eins og mörg önnur mál sem tengjast bankahruninu. Lengra komist rannsókn slíkra mála ekki, vegna bankaleyndar þar ytra. 30.4.2009 05:30