Innlent

Dekk sprungu á Fokker í lendingu

Frá Reykjavíkurflugvelli. Vélin var í eigu flugfélags Íslands.
Frá Reykjavíkurflugvelli. Vélin var í eigu flugfélags Íslands.
Tvö dekk sprungu á Fokker flugvél Flugfélags Íslands sem var að lenda á flugvellinum í Reykjavík klukkan sjö í kvöld Tuttugu og sjö voru um borð í flugvélinni en engan sakaði að sögn slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns sem fréttastofa talaði við. Vélin staðnæmdist á miðri flugbrautinni og því þurfti að flytja fólk með bílum inn að flugstöðvarbyggingunni. Unnið er að því að skipta um dekk á vélinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×