Innlent

Vökunætur fara í hönd

Tími vökunátta fer í hönd í sveitum landsins nú þegar sauðburður er að hefjast. Kristján Már leit á nýborin lömb í fjárhúsum suður með sjó.

Þeir segja að það séu engir alvöru bændur eftir á Suðurnesjum og kalla sig hobbíbændur. Í kringum Sandgerði eru þeir um tíu talsins, fjárhúsin eru lítil enda flestir með innan við tuttugu ær. En nú eru komin lömb, og það þýðir að félagarnir Jón Sigurðsson og Dagur Ingimundarson hafa lítinn svefn fengið síðustu nætur.

Jón segir að það sé bara hressandi. Hann taki sér vetrarfrí frá vinnu til að sinna sauðburðinum. Hann klárist á fjórum fimm dögum og svo er féð komið út á tún.

Dagur segir það gefandi tíma þegar ungviðið sé að fæðast. Það sé ekki dónalegt, eins og veðráttan sé þarna núna, þótt menn skreppi út á nóttinni.

Þetta lamb kom í heiminn fyrir tuttugum mínútum eða svo. Ærnar á Suðurnesjum er reyndar nokkuð snemmbornar því það er ekki fyrr en í kringum tíunda maí sem sauðburður fer almennt í gang í sveitum landsins, að sögn Jóns Viðar Jónmundssonar sauðfjárræktarráðunautar. Hóbbíbændurnir okkar eru báður úr sveit, Dagur fluttur ungur maður úr Bjarnarfirði á Ströndum en Jón er Þingeyingur, var áður bóndi í Kelduhverfi.

Jón segir að heimsins besta land til sauðfjárræktar sé í Kelduhverfi. Strandamaðurinn kveðst þó ekki alveg sammála þessu. "Tölurnar sýna annað stundum á haustin, - afurðirnar hjá Strandamönnum" segir hann hlæjandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×