Innlent

Sundlaugaperri fékk skilorðbundinn dóm í Hæstarétti

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Hæstiréttur dæmdi í dag erlendan karlmann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að leita ítrekað á átta ungar stúlkur í sundlaug í Keflavík og fróa sér fyrir framan þær í janúar og febrúar á síðasta ári. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í júní 2008 en gerði manninum að greiða hærri sakarkostnað. Héraðsdómur dæmdi manninn til að greiða 1,1 milljón króna en Hæstiréttur hækkaði upphæðina í rúmlega 1,6 milljón.

Stúlkurnar sögðu manninn hafa elt sig á milli lauga, synt á sömu brautum og

þær þótt margar aðrar væru auðar, strokið yfir rass þeirra og kynfæri utan klæða og fróað sér á meðan hann horfði á þær.

Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn tíu stúlkum en dæmdur í héraði fyrir brot gegn átta þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×