Erlent

Bretar óánægðir með BT

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breska fjarskiptafyrirtækið British Telecommunications nýtur minnstra vinsælda meðal þarlendra símnotenda samkvæmt nýrri könnun. BT var í einokunaraðstöðu þar til snemma á tíunda áratug síðustu aldar og hefur töluvert hallað undan fæti síðan samkeppni hófst á markaðnum. Tæp 30 prósent viðskiptavina fyrirtækisins eru óánægð með þjónustu og verð en í heildina eru reyndar aðeins um 60 prósent Breta ánægð með það símafyrirtæki sem skipt er við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×