Innlent

Ekið á tvö hross

Jeppa var ekið á tvö hross á Skeiðavegi í Árnessýslu á ellefta tímanum í gærkvöldi með þeim afleiðingum að annað hrossið drapst samstundis en hitt meiddist talsvert. Ökumann jeppans sakaði ekki, en bíllinn stórskemmdist og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Dimmt var yfir og rigningarsuddi var þegar slysið varð, en hrossin höfðu sloppið út úr girðingu. Fleiri hross sluppu þar út og var þeirra leitað í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×