Innlent

Flestir fjallvegir lokaðir vegna aurbleytu

Vegagerðin hefur lokað öllum fjallvegum nema upp í Snæfell og að Langjökli úr Húsafelli. Frost er nú að fara úr jörðu á hálendinu og mikil aurbleyta í vegunum, sem ekki eru uppbyggðir eins og þjóðvegir. Við slíkar aðstæður eru þeir meira og minna ófærir og hætt við utanvegaakstri. Hálendisvegir verða ekki opnaðir á ný fyrr en frost er alveg farið úr þeim og þeir hafa þornað. Í venjulegu árferði eru sumir ekki opnaðir fyrr en nokkuð er liðið á júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×