Innlent

Ný ríkisstjórn ekki mynduð á morgun

Forystumenn flokkana við heimili Jóhönnu á sunnudaginn.
Forystumenn flokkana við heimili Jóhönnu á sunnudaginn. Mynd/Stefán Karlsson
Engar líkur eru á því að ný ríkisstjórn verði mynduð í dag. Þá eru hverfandi líkur á því að flokkarnir nái saman á morgun og myndi hina umtöluðu 1.maí ríkisstjórn. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem var á rúntinum með Steingrími Jóhanni Sigfússyni formanni þegar fréttastofa heyrði í henni hljóðið.

„Við eigum örugglega eftir að tala saman í dag," segir Katrín aðspurð hvort þau Steíngrímur ætli að hitta kollega sína í Samfylkingunni í dag.

Verður þetta græjað þá?

„Nei, þetta verður ekki græjað í dag."

En á morgun?

„Ert þú í 1.maí veðmálinu? Ég heyrði nefnilega að það væri pottur í gangi um að stjórnin verði mynduð á morgun, 1.maí. Þú ættir allavega ekki að veðja á það, ég myndi frekar spá þessu fram í næstu viku," segir Katrín að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×