Innlent

Ráðherra undirritaði reglugerð um almannavarna- og öryggismálaráð

Forsætisráðherra undirritaði reglugerð um starfshætti almannavarna- og öryggismálaráðs í dag.
Forsætisráðherra undirritaði reglugerð um starfshætti almannavarna- og öryggismálaráðs í dag.
Forsætisráðherra undirritaði í dag reglugerð um starfshætti almannavarna- og öryggismálaráðs sem skipað er samkvæmt 4 grein laga um almannavarnir. Ráðið kemur saman eftir þörfum og með undirritan reglugerðarinnar í dag verður hægt að kalla það saman með skömmum fyrirvara, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Almannavarna- og öryggismálaráð markar stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum til þriggja ára í senn. Þar er gert grein fyrir ástandi og horfum í almannavarna- og öryggismálum í landinu, fjallað um áhersluatriði varðandi skipulag almannavarna- og öryggismála, forvarnastarf, nauðsynlega samhæfingu á efni viðbragðsáætlana og starfsemi opinberra stofnana á því sviði, nauðsynlegar birgðir til þess að tryggja lífsafkomu þjóðarinnar á hættutímum, endurreisn eftir hamfarir og aðrar aðgerðir sem ráðið telur nauðsynlegar til þess að markmið laga þessara náist.

Í almannavarna- og öryggismálaráði eiga sæti forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður þess, dómsmálaráðherra, samgönguráðherra, umhverfisráðherra, heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og iðnaðarráðherra. Þar að auki er forsætisráðherra heimilt að kveðja allt að tvo ráðherra til setu í ráðinu í senn vegna sérstakra mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×