Innlent

Þór sjósettur í Chile í gær

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar.

Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar var sjósett í skipasmíðastöð í Chile í gær og gefið nafnið Þór. Smíðinni verður þó ekki lokið fyrr en snemma á næsta ári. Það er 4.500 tonn að stærð, 93 metra langt og hefur 120 tonna dráttargetu. Ganghraði verður tæpar 20 sjómílur. Þetta er langstærsta og -öflugasta skip, sem Landhelgisgæslan hefur haft til umráða, en vegna fjárhagsörðugleika hefur sú hugmynd verið rædd að leigja það norsku strandgæslunni fyrst um sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×