Fleiri fréttir Kasparov reifst við saksóknara Skákmeistarinn Garry Kasparov, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, lét sjá sig við réttarhöldin yfir auðkýfingnum fyrrverandi Mikaíl Kodorkovskí í Moskvu í gær. Í hléi lenti hann í snörpu orðaskaki við einn saksóknaranna í málinu. Kasparov sagði það borgaralega skyldu sína að mæta við réttarhöldin og sýna Kodorkovskí stuðning. 30.4.2009 04:30 Lögfræðingum fækkaði í þingliðinu Þingmennirnir 63 sem landsmenn kusu á laugardag eiga fjölbreytta menntun að baki. Flestir þeirra, níu, lærðu lögfræði en lögfræðingum á þingi fækkaði frá síðasta kjörtímabili. Þá voru þeir þrettán. 30.4.2009 04:30 Byrjaður að dusta rykið Fyrstu hundrað dagar Baracks Obama í starfi forseta Bandaríkjanna þykja vel heppnaðir. Mannréttindasamtök segja þó hægt miða í mannréttindamálum. 30.4.2009 04:30 Minnstar líkur á Íslandi Minnstar líkur eru á að Ísland verði fyrir barðinu á svínaflensu af öllum Evrópulöndum, samkvæmt Paddy Power, stærsta veðmálafyrirtæki Írlands. Frá þessu segir á veðmálavefsíðunni Oddspreview. 30.4.2009 04:30 Kannabisræktandi dæmdur Karlmaður á þrítugsaldri af erlendum uppruna hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu fíkniefna, sem hann er talinn hafa ætlað til sölu. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ræktun á kannabisplöntum. 30.4.2009 04:15 Ók ölvaður og slasaði fernt Ríflega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda alvarlegu bílslysi undir áhrifum áfengis í febrúar 2007. 30.4.2009 04:15 Breytir ekki áherslum hér á landi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna svínaflensunnar í fimmta stig af sex. Sérfræðingar stofnunarinnar telja því að heimsfaraldur gæti verið yfirvofandi. „Í heimsfaraldri er mannkynið allt í hættu,“ segir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO. 30.4.2009 04:15 Svínum slátrað í Egyptalandi Viðbrögðin við svínaflensu eru ekki á sama veg í öllum ríkjum heims. Í Egyptalandi tóku stjórnvöld þá ákvörðun að slátra skyldi öllum svínum í landinu, en þau eru samtals 300 þúsund. 30.4.2009 04:15 Sýknaðir en í fangelsi Tveir bresku sakborninganna þriggja, sem á þriðjudag voru sýknaðir af ákærum um að hafa aðstoðað fjóra hryðjuverkamenn sem sprengdu sig í loft upp í London í júlí 2005, voru í gær dæmdir til sjö ára fangavistar fyrir aðrar sakir tengdar dvöl þeirra í þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn. 30.4.2009 04:00 Stal koníaki, viskí og vodka Tæplega fertug kona hefur verið dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði. Konan stal í allmörg skipti áfengi úr vínbúðum ÁTVR. Hún valdi tegundir af sterkari gerðinni svo sem koníak, viskí og vodka. Að auki stal hún fötum og snakki úr Hagkaupum, svo og fimm DVD-myndum úr Krónunni. Auk ofangreindrar refsingar var konunni gert að greiða skaðabætur upp á tæplega níu þúsund krónur til Hagkaupa og skaðabætur til ÁTVR að upphæð rúmlega 24 þúsund krónur.- jss 30.4.2009 04:00 Enginn smitaður af svínaflensu á Íslandi Sýni sem tekin hafa verið úr fimm einstaklingum vegna gruns um að þeir gætu verið með svínaflensu reyndust neikvæð þegar niðurstöður lágu fyrir í gær, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. 30.4.2009 04:00 Guðlaugur og Árni falla niður um sæti á framboðslistum 30.4.2009 04:00 Vill eignarnám og niðurfærslu lána Talsmaður neytenda telur að ríkið ætti að taka öll lán, önnur en lán Íbúðalánasjóðs, eignarnámi og niðurfæra síðan hluta þeirra í samræmi við mat sérstaks gerðardóms. Þetta kemur fram í ítarlegum tillögum sem Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. 30.4.2009 04:00 Námu fimmtán ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk Fimmtán ára stúlka var göbbuð upp í bíl við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem hún hafði átt í útistöðum við. Fljótlega komu fimm aðrar stúlkur upp í bílinn, en þar voru tvær fyrir, og óku með hana upp í Heiðmörk. Þar gengu tvær þeirra í skrokk á henni svo stórsér á henni. 30.4.2009 04:00 Skattsvikari sektaður um 120 milljónir Karlmaður á fimmtugsaldri, Sverrir Pétur Pétursson, hefur verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að skjóta 60 milljónum króna undan skatti á tveggja ára tímabili. Honum er gert að greiða 120 milljóna sekt í ríkissjóð. 30.4.2009 03:45 Grímur og sótthreinsunarsápur hafa rokið út Andlitsgrímur og sótthreinsunarsápur hafa rokið út hér á landi eftir að fréttir af svínaflensu fóru að berast. Enginn hefur þó greinst með flensuna hér á landi en margir óttast hvað gerist ef svo fer. 29.4.2009 23:45 „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29.4.2009 21:58 Áströlskum hermönnum fjölgar í Afganistan Ríkisstjórn Ástralíu hefur ákveðið fjölga um 450 hermenn í herliði landsins í Afganistan. Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, sagði þetta gert til að herða sóknina gegn Talibönum sem hafa að undanförnu styrkt stöðu sína víða í landinu. Áströlsku hermönnunum er einkum ætlað að þjálfa afganska lögreglumenn og öryggissveitir. 29.4.2009 23:08 Ákvörðun WHO hefur ekki bein áhrif á Íslandi Ákvörðun Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, að hækka viðbúnaðarstig í tengslum við farsóttarhættu vegna svínaflensufaraldursins hefur ekki bein áhrif hér á landi, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. 29.4.2009 21:36 Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti 42 eru látnir og aðrir 68 mikið slasaðir eftir árásir vígamanna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Á annað hundrað manns hafa fallið á árásum á síðustu tveimur vikum. 29.4.2009 22:52 Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29.4.2009 20:32 Viðbúnaðarstig hækkað í fimmta stig af sex Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur aukið viðbúnað sinn vegna farsóttarhættu vegna svínaflensufaraldursins. Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað úr fjórða stigi í það fimmta en stigin eru alls sex. 29.4.2009 21:06 Samþykktu að vinna að friðlýsingu Drekasvæðis og norðurslóða Hjörleifur Guttormsson, helsti hugmyndafræðingur Vinstri grænna í umhverfismálum, segir að íslensk stjórnvöld eigi að beita sér mjög ákveðið á alþjóðavettvangi fyrir friðlýsingu Drekasvæðis og norðurslóða gagnvart allri olíuvinnslu. 29.4.2009 19:45 Viðræðurnar snúast ekki bara um Evrópumál Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir stjórnarmyndunarviðræður ríkisstjórnarflokkanna snúast engan veginn bara um Evrópumál þrátt fyrir að vera afar mikilvæg fyrir marga. Hann segir viðræðurnar í eðlilegum farvegi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 29.4.2009 19:31 Fastaeignafélag krefur Seltjarnarnesbæ um milljarð Fasteignafélagið Þyrping hefur stefnt Seltjarnarnesbæ og krefst ógildingar á kaupsamningum sem félagið gerði við bæinn. Krafa Þyrpingar hljóðar upp á rúman milljarð króna. 29.4.2009 19:15 Barnaverndarmálum virðist fjölga vegna kreppunnar Vísbendingar eru um að mikla fjölgun barnaverndarmála í Reykjavík megi rekja til efnahagsástandsins. Tilkynningum frá skólum hefur fjölgað um slakari skólasókn, meiri erfiðleika og vanlíðan barna í grunnskólum. Formaður Velferðarráðs segir að borgaryfirvöld fylgist grannt með þróun mála. 29.4.2009 19:08 WHO íhugar að lýsa yfir næstefsta viðbúnaðarstigi Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast skrefi nær því að lýsa yfir næst efsta viðbúnaðarstigi vegna svínaflensunnar. Það þýðir að ekkert lát er á útbreiðslu sjúkdómsins. Íslensk kona í Mexíkó, þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst, segir viðbúnað í landinu mikinn en hún sé ekki á leið heim í bráð. 29.4.2009 18:42 Jóhanna útilokar ekki að Alþingi skeri úr um ESB Stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingar og Vinstri grænna miðar vel áfram að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hún er bjartsýn á að flokkarnir komi sér saman um lausn varðandi Evrópusambandið. 29.4.2009 18:29 Vinna á Lyngdalsheiði stöðvast Gerð nýs vegar um Lyngdalsheiði liggur niðri eftir að Lýsing hirti vinnuvélarnar af verktakanum, Klæðningu. Lagning hitaveituæðar frá Hellisheiðarvirkjun hefur stöðvast af sömu ástæðu. Þá hefur Klæðning fallið frá tilboði sínu í Raufarhafnarveg, en fyrirtækið átti lægsta boð í verkið. 29.4.2009 18:22 Rúmlega 5200 ráðnir í sumarstörf hjá borginni „Það er sérstakt ánægjuefni að í sumar verða í boði hjá Reykjavíkurborg fleiri störf en nokkru sinni fyrr eða rúmlega 5.200 störf,” segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í tilkynningu, en nú liggur fyrir fjöldi sumarstarfa hjá borginni. 29.4.2009 18:07 Hanna Birna með Joe Biden á fundi um lausnir vegna kreppunnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra var boðið af borgarstjóra Chicago að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Chicago um lausnir borga vegna efnahagsvandans. Með borgarstjóra í för eru Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra. 29.4.2009 17:33 Einar K. fékk flestar útstrikanir í Norðvesturkjördæmi Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra, fékk flestar útstrikanir í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardaginn. 29.4.2009 17:29 Þingflokkar funda Þingflokkur Samfylkingarinnar fundar nú í Alþingishúsinu og fer yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Vinstri grænna hittist síðan klukkan sex og fer yfir stöðuna. 29.4.2009 16:39 Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um 40% Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað um 40%. Samtals hafa nú borist 1107 tilkynningar á fyrstu þremur mánuðum ársins en þær voru 775 á fyrstu þremur mánuðum síðasta ár. 29.4.2009 16:20 Áfrýjar máli gegn Karli Georgi Saksóknari efnahagsbrota hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur gegn Karli Georgi Sigurbjörnssyni hæstaréttarlögmanni. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Karl Georg þann 16. mars síðastliðinn af ákæru um að hafa blekkt Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, til að selja stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 25 milljónir hvert í stað 45 milljóna. 29.4.2009 15:52 Sjúklingurinn á Spáni hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó Heilbrigðisyfirvöld á Spáni tilkynntu fyrir stundu að svínflensa hefði greinst í sjúklingi þar í landi sem hefði ekki komið til Mexíkó þar sem sjúkdómurinn á upptök sín. Það virtist gefa til kynna að flensan væri að breiðast út en skömmu síðar kom í ljós að maðurinn hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó. 29.4.2009 15:51 Árni sakar samherja um skipulagða aðför - Kjartan neitar Kjartan Ólafsson, sem er fimmti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar, segir í samtali við Sunnlending.is að 29.4.2009 15:23 Fjáröflun félagasamtaka erfið eftir gengishrunið Frjáls félagasamtök á Íslandi finna fyrir vaxandi erfiðleikum við fjáröflun og þess eru dæmi að Íslendingar hafi hætt stuðningi við styrktarbörn vegna fjárhagserfiðleika. 29.4.2009 15:12 Umhverfisráðherra hrygg yfir dauða Lífar „Mér finnst leiðinlegt að heyra þetta," sagði Kolbrún Halldórsdóttir, fráfarandi þingmaður og umhverfisráðherra. Henni var brugðið þegar henni voru færðar fregnir af dauða hreindýrskálfsins Lífar. Það var um miðjan apríl sem Kolbrún fór að Sléttu á Reyðarfirði og heimsótti Líf og bjargvætt hennar, húsfreyjuna Dagbjörtu Briem Gísladóttur. 29.4.2009 14:57 Líf drapst úr ofsahræðslu - verður jörðuð síðdegis Hreindýrakálfurinn Líf drapst í gær. Hún verður grafin síðdegis í dag. Við krufningu kom í ljós að það var hvítvöðasýki sem dró hana til dauða. Hvítvöðvasýki er í raun ofsahræðsla. Bóndakonan Dagbjört Briem Gísladóttir var miður sín þegar Vísir ræddi við hana. 29.4.2009 14:06 Dæmdur til að greiða 120 milljóna króna sekt fyrir skattsvik Sverrir Pétur Pétursson hefur verið dæmdur í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 120 milljóna króna sekt fyrir að hafa stolið 60 milljónum króna undan skatti í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum. Maðurinn var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa skotið 26 milljónum undan á árinu 2006 og um 34 milljónum árið 2007. Á sama tíma stóð maðurinn ýmist skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á sama tíma eða skilaði alls ekki inn virðisaukaskattsskýrslum. 29.4.2009 13:40 Barnið sem lést í Texas var frá Mexíkó Nú er komið í ljós að barnið sem lést í Texas ríki af völdum svínaflensu var frá Mexíkó en foreldrar þess höfðu ferðast með það yfir landamærin til þess að leita læknisaðstoðar. Fyrr í dag var greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið í Bandaríkjunum af völdum svínaflensu. Barnið var tveggja ára gamalt. 29.4.2009 13:16 Veltan í ferðaþjónustunni 115 milljarðar árið 2008 „Í raun er ferðaþjónustan aldrei mikilvægari en einmitt nú. Hún skapar mörg störf og eykur gjaldeyristekjur þjóðarinnar sem við þurfum svo sannarlega á að halda um þessar mundir en velta hennar var um 115 milljarðar árið 2008," segir Pétur Rafnsson, formaður ferðamálasamtakanna, í viðtali í Ævintýralandinu. 29.4.2009 13:11 Markmiðið að ná trausti fólksins aftur „Þetta er náttúrlega vilji kjósenda og maður þarf bara að taka því. Þetta er búið að vera ansi erfiður vetur þannig að markmið mitt er bara að ná trausti þessa fólks aftur," segir Guðlaugur Þór Þórðarson um niðurstöðu v 29.4.2009 12:45 Öllum svínum í Egyptalandi fargað Heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað að öllum svínum í landinu skuli fargað vegna svínaflensunnar sem vekur ugg víða um heim. Í yfirlýsingu frá egypska heilbrigðisráðherrans segir að þetta sé gert í varúðarskyni. 29.4.2009 12:44 Sjá næstu 50 fréttir
Kasparov reifst við saksóknara Skákmeistarinn Garry Kasparov, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, lét sjá sig við réttarhöldin yfir auðkýfingnum fyrrverandi Mikaíl Kodorkovskí í Moskvu í gær. Í hléi lenti hann í snörpu orðaskaki við einn saksóknaranna í málinu. Kasparov sagði það borgaralega skyldu sína að mæta við réttarhöldin og sýna Kodorkovskí stuðning. 30.4.2009 04:30
Lögfræðingum fækkaði í þingliðinu Þingmennirnir 63 sem landsmenn kusu á laugardag eiga fjölbreytta menntun að baki. Flestir þeirra, níu, lærðu lögfræði en lögfræðingum á þingi fækkaði frá síðasta kjörtímabili. Þá voru þeir þrettán. 30.4.2009 04:30
Byrjaður að dusta rykið Fyrstu hundrað dagar Baracks Obama í starfi forseta Bandaríkjanna þykja vel heppnaðir. Mannréttindasamtök segja þó hægt miða í mannréttindamálum. 30.4.2009 04:30
Minnstar líkur á Íslandi Minnstar líkur eru á að Ísland verði fyrir barðinu á svínaflensu af öllum Evrópulöndum, samkvæmt Paddy Power, stærsta veðmálafyrirtæki Írlands. Frá þessu segir á veðmálavefsíðunni Oddspreview. 30.4.2009 04:30
Kannabisræktandi dæmdur Karlmaður á þrítugsaldri af erlendum uppruna hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu fíkniefna, sem hann er talinn hafa ætlað til sölu. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ræktun á kannabisplöntum. 30.4.2009 04:15
Ók ölvaður og slasaði fernt Ríflega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda alvarlegu bílslysi undir áhrifum áfengis í febrúar 2007. 30.4.2009 04:15
Breytir ekki áherslum hér á landi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna svínaflensunnar í fimmta stig af sex. Sérfræðingar stofnunarinnar telja því að heimsfaraldur gæti verið yfirvofandi. „Í heimsfaraldri er mannkynið allt í hættu,“ segir Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO. 30.4.2009 04:15
Svínum slátrað í Egyptalandi Viðbrögðin við svínaflensu eru ekki á sama veg í öllum ríkjum heims. Í Egyptalandi tóku stjórnvöld þá ákvörðun að slátra skyldi öllum svínum í landinu, en þau eru samtals 300 þúsund. 30.4.2009 04:15
Sýknaðir en í fangelsi Tveir bresku sakborninganna þriggja, sem á þriðjudag voru sýknaðir af ákærum um að hafa aðstoðað fjóra hryðjuverkamenn sem sprengdu sig í loft upp í London í júlí 2005, voru í gær dæmdir til sjö ára fangavistar fyrir aðrar sakir tengdar dvöl þeirra í þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverkamenn. 30.4.2009 04:00
Stal koníaki, viskí og vodka Tæplega fertug kona hefur verið dæmd í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði. Konan stal í allmörg skipti áfengi úr vínbúðum ÁTVR. Hún valdi tegundir af sterkari gerðinni svo sem koníak, viskí og vodka. Að auki stal hún fötum og snakki úr Hagkaupum, svo og fimm DVD-myndum úr Krónunni. Auk ofangreindrar refsingar var konunni gert að greiða skaðabætur upp á tæplega níu þúsund krónur til Hagkaupa og skaðabætur til ÁTVR að upphæð rúmlega 24 þúsund krónur.- jss 30.4.2009 04:00
Enginn smitaður af svínaflensu á Íslandi Sýni sem tekin hafa verið úr fimm einstaklingum vegna gruns um að þeir gætu verið með svínaflensu reyndust neikvæð þegar niðurstöður lágu fyrir í gær, að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis. 30.4.2009 04:00
Vill eignarnám og niðurfærslu lána Talsmaður neytenda telur að ríkið ætti að taka öll lán, önnur en lán Íbúðalánasjóðs, eignarnámi og niðurfæra síðan hluta þeirra í samræmi við mat sérstaks gerðardóms. Þetta kemur fram í ítarlegum tillögum sem Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. 30.4.2009 04:00
Námu fimmtán ára stúlku á brott og börðu í Heiðmörk Fimmtán ára stúlka var göbbuð upp í bíl við heimili sitt í gær undir þeim formerkjum að hún væri að fara að sættast við stúlku sem hún hafði átt í útistöðum við. Fljótlega komu fimm aðrar stúlkur upp í bílinn, en þar voru tvær fyrir, og óku með hana upp í Heiðmörk. Þar gengu tvær þeirra í skrokk á henni svo stórsér á henni. 30.4.2009 04:00
Skattsvikari sektaður um 120 milljónir Karlmaður á fimmtugsaldri, Sverrir Pétur Pétursson, hefur verið dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að skjóta 60 milljónum króna undan skatti á tveggja ára tímabili. Honum er gert að greiða 120 milljóna sekt í ríkissjóð. 30.4.2009 03:45
Grímur og sótthreinsunarsápur hafa rokið út Andlitsgrímur og sótthreinsunarsápur hafa rokið út hér á landi eftir að fréttir af svínaflensu fóru að berast. Enginn hefur þó greinst með flensuna hér á landi en margir óttast hvað gerist ef svo fer. 29.4.2009 23:45
„Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp“ Systir 15 ára stúlku sem var misþyrmt í Heiðmörk í dag af sjö stúlkum segir að móðir sín hafi nánast þurft áfallahjálp eftir að hafa sótt yngstu dóttur sína illa farna af barsmíðum í Hafnarfjörð. „Mamma þurfti eiginlega áfallahjálp eftir að hafa séð hana hana," segir Hrönn Óskarsdóttir, 32 ára gömul systir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni. 29.4.2009 21:58
Áströlskum hermönnum fjölgar í Afganistan Ríkisstjórn Ástralíu hefur ákveðið fjölga um 450 hermenn í herliði landsins í Afganistan. Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, sagði þetta gert til að herða sóknina gegn Talibönum sem hafa að undanförnu styrkt stöðu sína víða í landinu. Áströlsku hermönnunum er einkum ætlað að þjálfa afganska lögreglumenn og öryggissveitir. 29.4.2009 23:08
Ákvörðun WHO hefur ekki bein áhrif á Íslandi Ákvörðun Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, að hækka viðbúnaðarstig í tengslum við farsóttarhættu vegna svínaflensufaraldursins hefur ekki bein áhrif hér á landi, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. 29.4.2009 21:36
Mannskæðar árásir í Bagdad Að minnsta kosti 42 eru látnir og aðrir 68 mikið slasaðir eftir árásir vígamanna í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Á annað hundrað manns hafa fallið á árásum á síðustu tveimur vikum. 29.4.2009 22:52
Sjö stúlkur börðu 15 ára stúlku í Heiðmörk Farið var með 15 ára stúlku í Heiðmörk í dag þar sem hún var barin illa. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru árásarmennirnir hópur sjö stúlkna á aldrinum 16 til 17 ára og höfðu tvær þeirra sig hvað mest frammi. Fórnarlamið var skilið eftir við verslunarmiðstöð í Hafnarfirði. Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að rannsókn málsins væri á frumstigi. 29.4.2009 20:32
Viðbúnaðarstig hækkað í fimmta stig af sex Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur aukið viðbúnað sinn vegna farsóttarhættu vegna svínaflensufaraldursins. Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað úr fjórða stigi í það fimmta en stigin eru alls sex. 29.4.2009 21:06
Samþykktu að vinna að friðlýsingu Drekasvæðis og norðurslóða Hjörleifur Guttormsson, helsti hugmyndafræðingur Vinstri grænna í umhverfismálum, segir að íslensk stjórnvöld eigi að beita sér mjög ákveðið á alþjóðavettvangi fyrir friðlýsingu Drekasvæðis og norðurslóða gagnvart allri olíuvinnslu. 29.4.2009 19:45
Viðræðurnar snúast ekki bara um Evrópumál Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir stjórnarmyndunarviðræður ríkisstjórnarflokkanna snúast engan veginn bara um Evrópumál þrátt fyrir að vera afar mikilvæg fyrir marga. Hann segir viðræðurnar í eðlilegum farvegi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 29.4.2009 19:31
Fastaeignafélag krefur Seltjarnarnesbæ um milljarð Fasteignafélagið Þyrping hefur stefnt Seltjarnarnesbæ og krefst ógildingar á kaupsamningum sem félagið gerði við bæinn. Krafa Þyrpingar hljóðar upp á rúman milljarð króna. 29.4.2009 19:15
Barnaverndarmálum virðist fjölga vegna kreppunnar Vísbendingar eru um að mikla fjölgun barnaverndarmála í Reykjavík megi rekja til efnahagsástandsins. Tilkynningum frá skólum hefur fjölgað um slakari skólasókn, meiri erfiðleika og vanlíðan barna í grunnskólum. Formaður Velferðarráðs segir að borgaryfirvöld fylgist grannt með þróun mála. 29.4.2009 19:08
WHO íhugar að lýsa yfir næstefsta viðbúnaðarstigi Fulltrúar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segjast skrefi nær því að lýsa yfir næst efsta viðbúnaðarstigi vegna svínaflensunnar. Það þýðir að ekkert lát er á útbreiðslu sjúkdómsins. Íslensk kona í Mexíkó, þar sem sjúkdómurinn greindist fyrst, segir viðbúnað í landinu mikinn en hún sé ekki á leið heim í bráð. 29.4.2009 18:42
Jóhanna útilokar ekki að Alþingi skeri úr um ESB Stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingar og Vinstri grænna miðar vel áfram að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Hún er bjartsýn á að flokkarnir komi sér saman um lausn varðandi Evrópusambandið. 29.4.2009 18:29
Vinna á Lyngdalsheiði stöðvast Gerð nýs vegar um Lyngdalsheiði liggur niðri eftir að Lýsing hirti vinnuvélarnar af verktakanum, Klæðningu. Lagning hitaveituæðar frá Hellisheiðarvirkjun hefur stöðvast af sömu ástæðu. Þá hefur Klæðning fallið frá tilboði sínu í Raufarhafnarveg, en fyrirtækið átti lægsta boð í verkið. 29.4.2009 18:22
Rúmlega 5200 ráðnir í sumarstörf hjá borginni „Það er sérstakt ánægjuefni að í sumar verða í boði hjá Reykjavíkurborg fleiri störf en nokkru sinni fyrr eða rúmlega 5.200 störf,” segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í tilkynningu, en nú liggur fyrir fjöldi sumarstarfa hjá borginni. 29.4.2009 18:07
Hanna Birna með Joe Biden á fundi um lausnir vegna kreppunnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra var boðið af borgarstjóra Chicago að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Chicago um lausnir borga vegna efnahagsvandans. Með borgarstjóra í för eru Óskar Bergsson, formaður borgarráðs og Magnús Þór Gylfason, aðstoðarmaður borgarstjóra. 29.4.2009 17:33
Einar K. fékk flestar útstrikanir í Norðvesturkjördæmi Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum ráðherra, fékk flestar útstrikanir í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardaginn. 29.4.2009 17:29
Þingflokkar funda Þingflokkur Samfylkingarinnar fundar nú í Alþingishúsinu og fer yfir stöðu mála í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þingflokkur Vinstri grænna hittist síðan klukkan sex og fer yfir stöðuna. 29.4.2009 16:39
Tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgaði um 40% Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefur tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur fjölgað um 40%. Samtals hafa nú borist 1107 tilkynningar á fyrstu þremur mánuðum ársins en þær voru 775 á fyrstu þremur mánuðum síðasta ár. 29.4.2009 16:20
Áfrýjar máli gegn Karli Georgi Saksóknari efnahagsbrota hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur gegn Karli Georgi Sigurbjörnssyni hæstaréttarlögmanni. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Karl Georg þann 16. mars síðastliðinn af ákæru um að hafa blekkt Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, til að selja stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 25 milljónir hvert í stað 45 milljóna. 29.4.2009 15:52
Sjúklingurinn á Spáni hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó Heilbrigðisyfirvöld á Spáni tilkynntu fyrir stundu að svínflensa hefði greinst í sjúklingi þar í landi sem hefði ekki komið til Mexíkó þar sem sjúkdómurinn á upptök sín. Það virtist gefa til kynna að flensan væri að breiðast út en skömmu síðar kom í ljós að maðurinn hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó. 29.4.2009 15:51
Árni sakar samherja um skipulagða aðför - Kjartan neitar Kjartan Ólafsson, sem er fimmti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar, segir í samtali við Sunnlending.is að 29.4.2009 15:23
Fjáröflun félagasamtaka erfið eftir gengishrunið Frjáls félagasamtök á Íslandi finna fyrir vaxandi erfiðleikum við fjáröflun og þess eru dæmi að Íslendingar hafi hætt stuðningi við styrktarbörn vegna fjárhagserfiðleika. 29.4.2009 15:12
Umhverfisráðherra hrygg yfir dauða Lífar „Mér finnst leiðinlegt að heyra þetta," sagði Kolbrún Halldórsdóttir, fráfarandi þingmaður og umhverfisráðherra. Henni var brugðið þegar henni voru færðar fregnir af dauða hreindýrskálfsins Lífar. Það var um miðjan apríl sem Kolbrún fór að Sléttu á Reyðarfirði og heimsótti Líf og bjargvætt hennar, húsfreyjuna Dagbjörtu Briem Gísladóttur. 29.4.2009 14:57
Líf drapst úr ofsahræðslu - verður jörðuð síðdegis Hreindýrakálfurinn Líf drapst í gær. Hún verður grafin síðdegis í dag. Við krufningu kom í ljós að það var hvítvöðasýki sem dró hana til dauða. Hvítvöðvasýki er í raun ofsahræðsla. Bóndakonan Dagbjört Briem Gísladóttir var miður sín þegar Vísir ræddi við hana. 29.4.2009 14:06
Dæmdur til að greiða 120 milljóna króna sekt fyrir skattsvik Sverrir Pétur Pétursson hefur verið dæmdur í ellefu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 120 milljóna króna sekt fyrir að hafa stolið 60 milljónum króna undan skatti í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum. Maðurinn var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur um að hafa skotið 26 milljónum undan á árinu 2006 og um 34 milljónum árið 2007. Á sama tíma stóð maðurinn ýmist skil á röngum virðisaukaskattsskýrslum á sama tíma eða skilaði alls ekki inn virðisaukaskattsskýrslum. 29.4.2009 13:40
Barnið sem lést í Texas var frá Mexíkó Nú er komið í ljós að barnið sem lést í Texas ríki af völdum svínaflensu var frá Mexíkó en foreldrar þess höfðu ferðast með það yfir landamærin til þess að leita læknisaðstoðar. Fyrr í dag var greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið í Bandaríkjunum af völdum svínaflensu. Barnið var tveggja ára gamalt. 29.4.2009 13:16
Veltan í ferðaþjónustunni 115 milljarðar árið 2008 „Í raun er ferðaþjónustan aldrei mikilvægari en einmitt nú. Hún skapar mörg störf og eykur gjaldeyristekjur þjóðarinnar sem við þurfum svo sannarlega á að halda um þessar mundir en velta hennar var um 115 milljarðar árið 2008," segir Pétur Rafnsson, formaður ferðamálasamtakanna, í viðtali í Ævintýralandinu. 29.4.2009 13:11
Markmiðið að ná trausti fólksins aftur „Þetta er náttúrlega vilji kjósenda og maður þarf bara að taka því. Þetta er búið að vera ansi erfiður vetur þannig að markmið mitt er bara að ná trausti þessa fólks aftur," segir Guðlaugur Þór Þórðarson um niðurstöðu v 29.4.2009 12:45
Öllum svínum í Egyptalandi fargað Heilbrigðisyfirvöld í Egyptalandi hafa fyrirskipað að öllum svínum í landinu skuli fargað vegna svínaflensunnar sem vekur ugg víða um heim. Í yfirlýsingu frá egypska heilbrigðisráðherrans segir að þetta sé gert í varúðarskyni. 29.4.2009 12:44