Erlent

Mexíkóar frá vinnu fram á þriðjudag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mexíkóbúar sjást nú varla öðruvísi en grímuklæddir og munu ekki mæta til vinnu í fjóra daga vegna flensunnar.
Mexíkóbúar sjást nú varla öðruvísi en grímuklæddir og munu ekki mæta til vinnu í fjóra daga vegna flensunnar. MYND/AFP/Getty Images

Öll vinna í Mexíkó, að undanskilinni nauðsynlegustu starfsemi, mun liggja niðri frá morgundeginum og fram á þriðjudag til að sporna við því að svínaflensan breiðist enn frekar út. Fólk er beðið að halda sig heima við og allt samkomuhald hefur verið bannað.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna flensunnar í fimmta stigið af sex mögulegum. Doktor Margaret Chan, forstjóri stofnunarinnar sagði heimsfaraldur yfirvofandi og hvatti öll ríki til að virkja nauðsynlegar viðbragðsáætlanir. Það hefur þegar verið gert hér á landi. Nú er talið að tæplega 180 séu látnir úr flensunni í Mexíkó.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×