Innlent

Flatskjá stolið úr sumarbústað

Brotist var inn í sumarbústað í Grímsnesi einhvern tímann í vikunni og þaðan stolið 50 tommu flatskjá. Þjófurinn hreyfði ekki við neinu öðru en í bústaðnum var meðal annars áfengi og margvísleg verðmæti. Þjófurinn og skjárinn eru ófundnir. Annars hefur innbrotum í sumarbústaði á Suðurlandi snarfækkað upp á síðkastið eftir mikla innbrotahrinu á svæðinu fyrr í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×