Innlent

Spá 40% verðhækkun á áli

Fréttir um hækkun álvers gætu haft áhrif á bæði álver í Helguvík og á Bakka.
Fréttir um hækkun álvers gætu haft áhrif á bæði álver í Helguvík og á Bakka.

Verð á áli gæti hækkað um 40% undir lok ársins, samkvæmt spá sem Bloomberg fréttastofan birti í dag. Vitnað er til sérfræðinga sem telja að vaxandi eftirspurn muni vega upp offramboð á áli og vísað til þess að álnotkun hafi aukist hratt á fyrstu mánuðum þessa árs, hún sé 4% hærri nú en í mars og 14% hærri en í janúar.

HARBOR-greiningarfyrirtækið spáir því að álverð hækki upp í 1.984 dollara tonnið, en það var 1.422 dollarar í gær. Sérfræðingur fyrirtækisins segir að álnotkun aukist nú meira en birgðir. Síðustu tölur sýni að eftirspurn sé að aukast í Kína, Indlandi, Brasilíu, Rússlandi, Suður-Kóreu og Taívan.

Þessar fréttir gætu haft áhrif á bæði álver í Helguvík og áform um álver á Bakka við Húsavík. Smíði Helguvíkurálversins þokast áfram þessa dagana, þrátt fyrir óvissu um fjármögnun, en þar er búið að reisa fyrstu þaksperrurnar yfir kerskálana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×