Innlent

Leyfi Bolla Þórs framlengt um mánuð

Bolli Þór Bollason og Baldur Guðlaugsson.
Bolli Þór Bollason og Baldur Guðlaugsson.
Tímabundið leyfi sem ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu fékk þegar að ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við í febrúar hefur verið framlengt út maí.

Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, fóru báðir í leyfi eftir að minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var mynduð. Leyfi Bolla Þórs stóð til 30. apríl en leyfi Baldurs var ótímabundið.

Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu að Bolli Þór hafi óskað eftir að leyfi sitt yrði framlengt út maí. Hann tekur því ekki aftur við starfi sínu nú um mánaðarmótin.

Ragnhildi Arnljótsdóttur sem Jóhanna setti í embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu tímabundið mun því starfa áfram í ráðuneytinu. Hún var áður ráðuneytisstjóri í félags- og tryggingamálaráðuneytinu.


Tengdar fréttir

Hvað verður um Bolla og Baldur?

Tímabundið leyfi sem ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu fékk þegar að ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar tók við rennur út á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×