Fleiri fréttir

Stjórnarviðræður tímafrekar

Sé litið til sögunnar þarf ekki endilega að búast við því að niðurstaða komist í stjórnarmyndunarviðræður á næstunni. Reyndar eru aðstæður sérkennilegar þar sem minnihlutastjórn fékk meirihluta í kosningum í fyrsta skipti.

Enginn læknir með neyðarbíl

Landspítalinn hefur ákveðið að hætta að vera með lækni á vakt fyrir neyðarbíl til að fara af stað ef sjúkraflutningamenn í útkalli telja sig þurfa á lækni að halda. Þessi ákvörðun tekur gildi 1. maí.

Tugþúsundir tamíla innikróaðar

Stjórnvöld á Srí Lanka sögðu í gær að herinn myndi hætta þegar í stað loft- og stórskotaliðsárásum á síðustu vígi Tamíltígra. Með þessari ákvörðun var stjórnin að bregðast við miklum þrýstingi alþjóðasamfélagsins um að hlífa óbreyttum borgurum á átakasvæðinu.

Alcoa heldur sínu striki

Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa, segir fyrirtækið halda ótrautt áfram í undirbúningi fyrir álver á Bakka. Hann eigi reglulegan fund með iðnaðarráðuneytinu í dag og ætli ekki að láta stjórnarmyndunarviðræður vinstri flokkanna hafa áhrif á áætlanir fyrirtækisins.

Útilokar ekki framboð síðar

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, náði ekki endurkjöri í kosningunum á laugardag. Hún hefur setið á þingi síðan 1995. Arnbjörg telur ófarir Sjálfstæðis-flokksins meðal annars stafa af stuttri kosningabaráttu.

Engar viðræður undir þrýstingi

Mahmout Abbas, forseti Palestínustjórnar, segir að Palestínumenn ætli ekki að láta þröngva sér í frekari friðarviðræður.

Framsókn og frjálslyndir náðu hámarks fylgi

Skoðanakönnun Framsóknarflokkur og Frjálslyndir náðu nánast hámarksfylgi sem þeim gafst kostur á, ef úrslit kosninga eru miðuð við greiningu Capacent Gallup á viðhorfi kjósenda til stjórnmálaflokkanna. Flokkarnir fengu skýrslu með slíkri greiningu fyrir kosningar, en hún er dagsett 19. mars.

Þrír féllu í átökum við Kúrda

Skotbardagi braust út í gær á götum Istanbúl milli lögreglu og herskárra Kúrda. Bardaginn stóð í klukkustund og að honum loknum lágu þrír í valnum. Einn hinna látnu var lögreglumaður, annar Kúrdi og sá þriðji saklaus vegfarandi. Auk þess særðust átta aðrir.

Bjartsýnni eftir viðræðufund

Formlegar stjórnar-myndunarviðræður hófust í gær og voru formenn stjórnarflokkanna bjartsýnni eftir fyrsta fund, raunar bjartsýnni eftir fund en fyrir. Bæði Jóhanna og Steingrímur segja það sögulega skyldu vinstri flokkanna að mynda þessa stjórn.

Áætlun stjórnvalda vegna inflúensufaraldar virkjuð meira

„Við köllum þetta hættustig og það þýðir að við förum að virkja meira okkar inflúensuáætlun en ekki bara undirbúa hana. Það þýðir að við þurfum að fara að gera ákveðna hluti sem beinast fyrst og fremst að ferðamönnum til og frá útlöndum,“ sagði Haraldur Briem sóttvarnalæknir aðspurður hvaða áhrif það hafi hér á landi að Alþjóða heilbrigðisstofnunin hækkaði í kvöld viðbúnaðarstig vegna svínaflensufaraldursins.

Aukinn viðbúnaðar vegna svínaflensu - komin til Bretlands

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur aukið viðbúnað sinn vegna farsóttarhættu vegna svínaflensufaraldursins í Mexíkó. Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað úr þriðja stigi í það fjórða en stigin eru alls sex. Faraldurinn hefur breiðst út og hefur nú fyrsta tilfellið verið greint í Bretlandi.

Ofsóttum borgarstjóra veitt hæli í Perú

Stjórnvöld í Perú hafa veitt stjórnarandstæðingnum og borgarstjóra Maracaibo-borgar í Venesúela, Manuel Rosales, pólitískt hæli. Hann á yfir höfði sér ákæru í heimalandinu sínu vegna meintrar spillingar. Sjálfur segist Rosales vera ofsóttur af Hugo Chavez, forseta landsins, og fylgismönnum hans. Jafnframt segir hann allar ásakanir um spillingu vera tilhæfulausar.

Átökin í Afganistan og Pakistan ógna stöðugleikanum

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að átökin og óróleikinn í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans ógna stöðugleikanum í Pakistan og heimshlutanum. Vesturlönd hafa síðustu misseri haft áhyggjur af auknum umsvifum Talibana við og í Pakistan.

Dagur og Katrín stýra starfshóp um Evrópumálin

Á fundi forystumanna stjórnarflokkanna í dag var ákveðið að varaformenn flokkanna stýri starfshóp til að ræða Evrópumálin. „Það sem var ákveðið á þessum fundi er skipa starfshópa undir forystu okkar varaformanna sem munu fara yfir stöðuna varðandi Evrópusambandið og við erum ákveðin í að leysa það mál,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Bifreið alelda í Geldingarnesi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barst á áttunda tímanum í kvöld tilkynning um bifreið sem var alelda í Geldingarnesi við Grafarvog. Þegar að var komið kom í ljós að um var að ræða leifar yfirgefinnar Toyotu-bifreiðar, að sögn varðstjóra.

Kolmunnaveiðunum skipa HB Granda að ljúka

Kolmunnaveiðum skipa HB Granda er nú að ljúka en Faxi RE, Ingunn AK og Lundey NS hafa veitt samtals rúmlega 26 þúsund tonn af kolmunna á þessu ári. Fram kemur í tilkynningu að Faxi RE sé á leið til Vopnafjarðar með fullfermi af kolmunna. Von er á skipinu til hafnar fyrir miðnætti.

Nærmynd af formanni VG

Fjallað var um Steingrím Jóhann Sigfússon, formann Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld. Þar var sýnd nærmynd af formanninum og rætt við vini og ættingja hans, meðal annars Sigfús Steingrímsson, son flokksforingjans.

Stefán upplýsti hjónin um handtöku Arnarnesræningjanna

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, heimsótti í dag eldri hjón sem haldið var í gíslingu á heimili sínu á laugardagskvöld og tilkynnti þeim að ræningjarnir væru í haldi lögreglu.

Rannsóknargögn lögreglu skilin eftir á víðavangi

Öll rannsóknargögn lögreglu í Pólstjörnumálinu og öðrum umfangsmiklum lögreglumálum voru skilin eftir á víðavangi. Á meðal þess sem þar var að finna voru ljósmyndir og aðrar viðkvæmar persónuupplýsingar. Lögmaður, sem stóð í flutningum um helgina, er ábyrgur.

Viðræðurnar mega ekki taka of langan tíma

Helmingi fleiri fyrirtæki urðu gjaldþrota á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Formaður Eflingar segir að stjórnarmyndunarviðræður megi ekki taka langan tíma svo hægt verði að snúa þessari þróun við.

Formenn VG og Samfylkingar bjartsýnir

Áframhaldandi stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ræðst af því hvort samkomulag næst í Evrópumálum. Formaður Vinstri grænna telur meiri líkur á því en minni að stjórnin lifi. Hann hefur ekki áhyggjur af yfirlýsingum Atla Gíslasonar né þingmanna Samfylkingarinnar. Forsætisráðherra segir æskilegt að ný stjórn hafi verið mynduð áður en Alþingi kemur saman.

Fjölmiðlar miskunnarlaust misnotaðir í umfjöllun um ESB

Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum og fyrrum ráðherra, segir að fjölmiðlar hafi miskunnarlaust verið misnotaðir í umfjöllun um Evrópumál að undanförnu. Þar á meðal Ríkisútvarpið. Þetta kom í síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag.

Hvar er hann Simbi?

Hann Simbi er horfinn að heiman. Simbi er stór og mikill gulbröndóttur köttur sem býr hjá henni Þóru á Flyðrugrandanum.

Arnarnesræningjarnir handteknir

Fjórir einstaklingar, tveir menn og tvær konur, sem grunuð eru um að hafa ráðist inn á heimili roskinna hjóna á Arnarnesi á kjördag. Mennirnir voru vopnaðir og grímuklæddir þegar þeir ruddust inn á heimilið og hótuðu hjónunum lífláti ef þau létu ekki fjármuni af hendi. Hjónunum var haldið í gíslingu í 15 til 20 mínútur á meðan þeir fóru ránshendi um íbúðina.

Talsvert af Íslendingum býr í Mexíkó

Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segist ekki hafa spurnir af því að einhverjir Íslendingar hafi verið að koma frá Mexíkó undanfarna daga. Rösklega 100 manns hafa látíst af völdum fuglaflensu undanfarna daga og hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin varað við mögulegum heimsfaraldri.

Búinn að greiða 77 milljónir

„Málinu var frestað til 18. maí en við munum sátt í málinu, þessar 290 þúsund krónur verða greiddar," segir fyrrum veitingamaðurinn Hendrik Björn Hermannsson sem fór ansi illa út úr veitingarekstrinum Skólabrú en hann var ákærður fyrir fjárdrátt þar sem félag hans greiddi ekki ríkinu tæpar 300 þúsund krónur í gjöld af launum. Réttað var í málinu í dag en framkvæmdastjórinn einn mætti, ekki Hendrik sjálfur eins og ranglega var greint frá í frétt á Vísi fyrr í dag.

Kjörklefakúkarinn reyndist kona og hústökumaður

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá var kjörklefakúkarinn 26 ára kona. Sjónarvottur sá hana fara inn í kjörklefann í Grafarvogi rétt fyrir lokun á laugardagskvöldið. Inn í klefanum gerði hún stykki sín og skeindi sig á kjörseðlinum. Svo braut hún seðilinn saman og skilaði honum í kjörkassann. Atkvæðið ógeðfellda uppgvötaðist stuttu síðar.

Jóhanna sækir umboð til Ólafs - Fyrsti fundur í Norræna húsinu

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar fékk í dag formlegt umboð þingflokksins til þess að mynda stjórn með Vinstri hreyfingunni -grænu framboði. Jóhanna fundar nú á Bessastöðum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta þar sem hún greinir honum frá stöðu mála en búist er við því að Ólafur veiti henni formlegt umboð til stjórnarmyndunar.

Stjórnarflokkarnir verða að leysa málin

Þingmenn þeirra flokka sem ekki eiga aðild að ríkisstjórninni hafa fátt að segja um þá hugmynd Björgvins G. Sigurðarsonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að ríkisstjórnin leggi fram þingsályktunartillögu um ESB aðild sem þingmenn geta svo kosið um.

Björgvin vill að Alþingi kjósi um ESB umsókn

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar á Suðurlandi segir að vel mætti hugsa sér að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi ályktun um aðildarumsókn að ESB. Þetta kemur fram í pistli sem hann skrifar á vefritið Sunnlendingur.is. „Málið er þverpólitískt í eðli sínu og þannig á að nálgast það. Sé á Alþingi meirihluti er málið í lýðræðislegum farvegi þings og þjóðar. Við höfum viljann til samstarfs. Nú er að finna leiðina," skrifar Björgvin.

Stjórnarmaður ákærður fyrir fjárdrátt

Veitingahúsamaðurinn Hendrik Hermannsson hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt sem stjórnarmaður Buff veitinga ehf en málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá er framkvæmdastjóri félagsins einnig ákærð en hún var ekki viðstödd þingfestingu.

Strandlengja borgarinnar hæf til sjóbaða

Strandlengja Reykjavíkur er hrein og hæf sem útivistarsvæði og til að böðunar. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kynnti á dögunum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs segir niðurstöðurnar sérlega ánægjulegar fyrir borgina og þá fjölmörgu sem stunda sjóböð sem njóta sívaxandi vinsælda, sérstaklega í Nauthólsvík.

Hvað er þessi svínaflensa?

Svínaflensa er smitandi öndunarsjúkdómur sem herjar yfirleitt á svín og orsakast af týpu af inflúensuveiru. Reglulega gengur um faraldur í svínum. Margar ólíkar gerðir eru til af sjúkdómnum og sú gerð sem núna gengur á milli er svokölluð H1N1 týpan.

Atli: Samfylkingin ætti að snúa sér annað með ESB kröfur

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, segir að Samfylkingin eigi snúa sér til annarra flokka um stjórnarmyndun, láti hún ekki af kröfum sínum um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann vill þjóðstjórn undir forsæti Steingríms J. Sigfússonar nái stjórnarflokkarnir ekki saman um áframhaldandi samstarf.

Nokkrir yfirheyrðir vegna ránsins á Arnarnesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í morgun yfirheyrt nokkra menn vegna ránsins á heimili roskinna hjóna á Arnarnesi í fyrrakvöld, en engin hefur verið handtekinn. Unnið er eftir ýmsum vísbendingum, sem borist hafa lögrelgunni.

Kúkaði í kjörklefann

„Ég hef ekki séð þetta myndband," segir Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, en einhver einstaklingur sýndi sérstætt andóf í kjörklefanu þegar hann hafði hægðir og skeindi sér síðan með kosningaseðlinum á laugardaginn. Síðan braut hann seðilinn snyrtilega saman og greiddi atkvæði.

Forsætisráðherra hittir forsetann klukkan fjögur

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan fjögur í dag. Þar mun forsætisráðherra væntanlega gera forsetanum grein fyrir gangi mála í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Sjá næstu 50 fréttir