Innlent

Forsætisráðherra hittir forsetann klukkan fjögur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Formenn stjórnarflokkanna, þau Steingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir ræddu málin í gær.
Formenn stjórnarflokkanna, þau Steingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir ræddu málin í gær.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan fjögur í dag. Þar mun forsætisráðherra væntanlega gera forsetanum grein fyrir gangi mála í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir, forystumenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hittu Jóhönnu Sigurðardóttur og Dag B. Eggertsson, forystumenn Samfylkingarinnar, á fundi Jóhönnu í gær og fóru yfir stöðu mála.

Flokkarnir eru ósammála í afstöðu þeirra til Evrópusambandsins en á þessari stundu er ekki víst hvort sá ágreiningur muni koma í veg formlegar stjórnarmyndunarviðræður.

Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna munu funda í Alþingishúsinu klukkan hálftvö í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×