Innlent

Framsókn og frjálslyndir náðu hámarks fylgi

Skoðanakönnun Framsóknarflokkur og Frjálslyndir náðu nánast hámarksfylgi sem þeim gafst kostur á, ef úrslit kosninga eru miðuð við greiningu Capacent Gallup á viðhorfi kjósenda til stjórnmálaflokkanna. Flokkarnir fengu skýrslu með slíkri greiningu fyrir kosningar, en hún er dagsett 19. mars.

Samvæmt greiningunni var 97,6 prósent kjósenda talið „ósnertanlegt" fyrir Frjálslynda flokkinn, það er, nánast ómögulegt að flokkurinn myndi ná til þess hluta kjósenda. Frjáslyndir náðu því til allra nema 0,2 prósentustiga af þeim sem gátu hugsað sér að kjósa flokkinn í mars.

84,9 prósent kjósenda voru ósnertanleg fyrir Framsóknarflokkinn og var hann því 0,3 prósentustigum frá því að ná hámarksfylgi. Samfylking var 2,5 prósentustigum frá hámarksfylgi, en flestir töldu möguleika á því að kjósa Samfylkinguna og 67,7 prósent kjósenda voru talin ósnertanleg fyrir Samfylkingu. Þá var Sjálfstæðisflokkur 3,5 prósentustigum frá mögulegu hámarksfylgi sínu, en ómögulegt var talið að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ná til 71,8 prósent kjósenda. Vinstri græn voru lengst frá því að hámarka mögulegt fylgi sitt, 7,6 prósentustigum. 70,7 prósent kjósenda voru talin ósækjanleg fyrir Vinstri græna.- ss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×