Erlent

Engar viðræður undir þrýstingi

Mahmoud Abbas
Mahmoud Abbas

Mahmout Abbas, forseti Palestínustjórnar, segir að Palestínumenn ætli ekki að láta þröngva sér í frekari friðarviðræður.

Skilyrði þess að viðræðum verði haldið áfram við nýja Ísraelsstjórn sé, að allri frekari landtöku á svæðum Palestínumanna verði tafarlaust hætt.

Benjamin Netanjahú, sem tók við embætti forsætisráðherra Ísraels nýverið, hefur verið dyggur stuðningsmaður þess að Ísraelar leggi undir sig meira land á herteknu svæðunum.

Meðal annars standa yfir nýbyggingar í Austur-Jerúsalem, sem Palestínumenn vilja að verði höfuðborg væntanlegs ríkis þeirra.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×