Erlent

Lögregluforingi skaut tíu manns á stórmarkaði

Á öryggismyndavélum markaðarins má sjá Yevsyukov hlaða byssu sína og skjóta.
Á öryggismyndavélum markaðarins má sjá Yevsyukov hlaða byssu sína og skjóta. Mynd/AP
Lögregluforingi í Moskvu skaut tíu manns á stórmarkaði í borginni í dag. Hann hafði lent í rifrildi við konu sína í afmælisveislu.

Talsmaður rússnesku lögreglunnar segir að Denis Yevsyukov hafi fagnað afmæli sínu á veitingahúsi í Moskvu í gærkvöldi og lent þar í rifrildi við eiginkonu sína.

Hann hafi þá farið heim til sín klætt sig í lögreglubúning utanyfir veislugallann og svo haldið að stórmarkaði þar sem hann skaut þrjá til bana og særði sjö manns skotsárum.

Á öryggismyndavélum markaðarins má sjá Yevsyukov hlaða byssu sína og skjóta.

Fjórir hinna særðu eru með lífshættuleg sár á höfði. Þeir eru á aldrinum nítján til tuttugu og þriggja ára.  

Lögreglumanni sem kom á staðinn tókst loks að afvopna starfsbróður sinn og handtaka hann eftir snörp slagsmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×