Innlent

Strandlengja borgarinnar hæf til sjóbaða

Siv Friðleifsdóttir þingkona er ein þeirra fjölmörgu sem tekið hafa upp þá iðju að baða sig í sjónum.
Siv Friðleifsdóttir þingkona er ein þeirra fjölmörgu sem tekið hafa upp þá iðju að baða sig í sjónum. Mynd/Pjetur

Strandlengja Reykjavíkur er hrein og hæf sem útivistarsvæði og til að böðunar. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsókna sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur kynnti á dögunum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs segir niðurstöðurnar sérlega ánægjulegar fyrir borgina og þá fjölmörgu sem stunda sjóböð sem njóta sívaxandi vinsælda, sérstaklega í Nauthólsvík.

Ellefu staðir sem eru líklegir til útivistar eru vaktaðir frá apríl til október ár hvert og sýni tekin til að kanna saurkólígerlamengun. Reglubundin vöktun hefur farið fram síðan árið 2003. Farið er eftir reglugerðum um fráveitur og skólp og mengun vatns. í tilkynningu frá umhverfisráði segir að helsta uppspretta mengunar við ströndina sé: ofanvatn, yfirföll dælustöðva, rangar tengingar skólplagna, náttúrlegur uppruni - fuglar og dýr, losun skólps frá skipum og smábátum.

Þá segir að Ylströndin í Nauthólsvík sé sérstaklega vöktuð bæði af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráði, sem er rekstraraðili strandarinnar. Frá árinu 2003 hefur ylströndin skartað bláfánanum sem er tákn um það að umhverfismál við ströndina séu í góðu lagi. Niðurstöður bæði Heilbrigðiseftirlitsins og ÍTR sýna að ylströndin í Nauthólsvík hentar vel til sjóbaða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×