Innlent

Jóhanna sækir umboð til Ólafs - Fyrsti fundur í Norræna húsinu

Jóhanna fór til fundar við forsetann nú síðdegis.
Jóhanna fór til fundar við forsetann nú síðdegis. Myndir/ Anton Brink

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar fékk í dag formlegt umboð þingflokksins til þess að mynda stjórn með Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Jóhanna fundar nú á Bessastöðum með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta þar sem hún greinir honum frá stöðu mála en búist er við því að Ólafur veiti henni formlegt umboð til stjórnarmyndunar.

Fyrsti formlegi stjórnarmyndunarfundurinn verður haldinn í Norræna húsinu klukkan fimm og verður hann undir stjórn varaformanna flokkanna, þeirra Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns VG, og Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Að sögn Jóhönnu verða Evrópumálin tekin fyrst fyrir á dagskrá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×