Innlent

Alcoa heldur sínu striki

Tómas segir Alcoa vinna af fullum hug að uppbyggingu álvers á Bakka. Hann vill ekki tjá sig um mögulega afstöðu nýrrar ríkisstjórnar til þess.
Tómas segir Alcoa vinna af fullum hug að uppbyggingu álvers á Bakka. Hann vill ekki tjá sig um mögulega afstöðu nýrrar ríkisstjórnar til þess.

Tómas Sigurðsson, forstjóri Alcoa, segir fyrirtækið halda ótrautt áfram í undirbúningi fyrir álver á Bakka. Hann eigi reglulegan fund með iðnaðarráðuneytinu í dag og ætli ekki að láta stjórnarmyndunarviðræður vinstri flokkanna hafa áhrif á áætlanir fyrirtækisins.

„Við höldum okkar striki og vinnum eftir viljayfirlýsingunni. Við höfum unnið af heilum hug að verkefninu og fjárfest mikið í tengslum við það og erum að vinna umhverfismat um þessar mundir.“ Viljayfirlýsingin rennur út í haust og Tómas segir fyrirtækið hafa fullan hug á að endurnýja hana.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×