Innlent

Útilokar ekki framboð síðar

Arnbjörg Sveinsdóttir
Arnbjörg Sveinsdóttir

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, náði ekki endurkjöri í kosningunum á laugardag. Hún hefur setið á þingi síðan 1995.

Arnbjörg telur ófarir Sjálfstæðis-flokksins meðal annars stafa af stuttri kosningabaráttu.

„Hún var mjög sérstök. Okkur var haldið mjög lengi á þinginu að verja stjórnarskrána þótt ljóst væri að þar fengist ekki niðurstaða." Hún á þó von á því að flokkurinn verði fljótur að sækja í sig veðrið aftur.

Arnbjörg veit ekki hvað tekur við hjá sér, nú taki við atvinnuleit en hún útilokar ekki að bjóða sig fram aftur síðar. „Slík ákvörðun ræðst af því hvort maður fái til þess hvatningu og einhverjir treysta manni í það. Ég skoða það mál þegar þar að kemur." - bs








Fleiri fréttir

Sjá meira


×