Innlent

Barroso sendi Jóhönnu hamingjuóskir - vill samstarf við ríkisstjórnina

Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur sent Jóhönnu Sigurðardóttur hamingjuóskir og lofar góðu samstarfi við íslensku ríkisstjórnina.

Evrópusambandið fylgist auðvitað ágætlega með umræðunni um hugsanlega aðildarumsókn Íslands. Á hefðbundnum fundi með fréttamönnum í Brussel í dag gerði upplýsingafulltrúi sambandsins grein fyrir ýmsum málum sem eru ofarlega á baugi þessa dagana. Og sá ástæðu til þess að klykkja út með kveðju til Íslands.

„Hvað varðar önnur mál þá langar mig til að upplýsa ykkur um að Barrosa forseti hefur sent hamingjuóskir til forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, vegna árangurs hennar í kosningunum um helgina. Hann hefur enn og aftur undirstrikað vilja framkvæmastjórnar ESB til samstarf og samvinnu við íslensk stjórnvöld og ríkisstjórn Íslands," sagði upplýsingafulltrúinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×