Innlent

Rannsókn smyglskútumálsins miðar vel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrír menn voru teknir í smyglskútunni í síðustu viku. Mynd/Anton Brink.
Þrír menn voru teknir í smyglskútunni í síðustu viku. Mynd/Anton Brink.

Rannsókn smyglskútumálsins miðar vel að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þrír menn voru handteknir um síðustu helgi vegna gruns um að hafa tekið þátt í að smygla rúmum 100 kílóum af fíkniefnum til landsins með skútu. Aðrir þrír menn flúðu lögregluna á skútunni en Landhelgisgæslan og sérsveit lögreglunnar náðu mönnunum í síðustu viku.

Sex menn sæta því gæsluvarðhalds vegna málsins og hafa yfirheyrslur yfir þeim staðið yfir frá því að þeir voru handteknir. Hlé var gert á yfirheyrslum um helgina en þær hófust aftur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×