Innlent

Dagur og Katrín stýra starfshóp um Evrópumálin

Forysta stjórnarflokkanna.
Forysta stjórnarflokkanna. Mynd/Stefán Karlsson
Á fundi forystumanna stjórnarflokkanna í dag var ákveðið að varaformenn flokkanna stýri starfshóp til að ræða Evrópumálin. „Það sem var ákveðið á þessum fundi er skipa starfshópa undir forystu okkar varaformanna sem munu fara yfir stöðuna varðandi Evrópusambandið og við erum ákveðin í að leysa það mál," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Annar hópur mun fara yfir stjórnkerfisbreytingar og á morgun verða teknar frekari ákvarðanir um vinnu við stjórnarsáttmálann. „Við viljum byggja upp norrænt velferðarkerfi," sagði Jóhanna.

„Við ætlum að fara vel með þetta sögulega tækifæri sem við vinstrimenn höfum nú til mynda hér trausta meirihluta-, velferðar- og endurreisnarstjórn," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×